Ivan Prskalo í Reyni

Ivan Prskalo í Reyni 2560 1920 Knattspyrnufélagið Reynir

Knattspyrnudeild Reynis hefur samið við króatíska framherjann Ivan Prskalo um að leika með félaginu út tímabilið. Ivan hefur áður spilað hér á landi en hann var hjá Njarðvík sumrin 2019 og 2020. Með Njarðvík spilaði hann 24 leiki og skoraði í þeim 11 mörk.

Hann er nú þegar kominn til Íslands og getur tekið þátt í næsta leik Reynis föstudaginn nk. kl 19:15 þegar liðið mætir ÍR á BLUE vellinum.

Ivan mun fylla skarð Elton „Fufura“ Barros sem sleit krossbönd í hné fyrr á tímabilinu. Fufura fór í aðgerð nýlega og gekk hún framar vonum.

Stjórn Knattspyrnudeildar Reynis býður Ivan hjartanlega velkominn í fjölskylduna og hlakkar til að sjá hann í Reynistreyjunni.