Fréttatilkynning

Fréttatilkynning 1600 1115 Knattspyrnufélagið Reynir

Á dögunum rann út ráðningarsamningur milli knattspyrnudeildar Reynis og Haraldar Freys Guðmundssonar um þjálfun meistaraflokks karla. Halli hefur staðið vaktina með okkur frá því haustið 2017. Óhætt er að segja að hann hafi verið farsæll í sínum störfum fyrir félagið á þessum 4 árum.

Hann tók við liðinu í 4. deildinni og skilar því nú af sér í 2. deild. Stjórn ksd. Reynis bauð Haraldi áframhaldandi samning strax að loknu síðastliðnu keppnistímabili. Halli hefur hins vegar ákveðið að róa á önnur mið og taka næstu skref á þjálfaraferli sínum.

Stjórn ksd. Reynis vill nýta tækifærið og þakka Halla kærlega fyrir frábær ár hjá félaginu. Halli mun alltaf eiga stað í hjarta Reynisfólks. Við óskum honum velfarnaðar í hverju því sem hann tekur sér fyrir hendur í framtíðinni.