Birkir áfram í okkar herbúðum

Birkir áfram í okkar herbúðum 700 642 Knattspyrnufélagið Reynir

Það gleður okkur að tilkynna að reynslumesti Sandgerðingurinn í okkar leikmannahóp, Birkir Freyr Sigurðsson, hefur framlengt samning sinn við okkur út næstkomandi tímabil.

Birkir, sem er 29 ára gamall varnarmaður, hefur leikið 288 mótsleiki á ferlinum og skorað í þeim 33 mörk.

Þetta verður því ellefta keppnistímabilið sem Birkir klæðist Reynistreyjunni, en hann hefur einnig leikið tvö tímabil með nágrönnum okkar úr Njarðvík.

Birkir er ákaflega mikilvægur hluti af okkar hóp, hefur mikla reynslu miðað við aldur og hefur margoft borið fyrirliðabandið og farið fyrir okkar mönnum.

Stjórn ksd. Reynis fagnar því að Birkir taki slaginn með okkur áfram og hlakkar til að sjá hann á vellinum á komandi tímabili.

Mynd: Fótbolti.net