Æfingar hafnar á nýja gervigrasinu

Æfingar hafnar á nýja gervigrasinu 2560 1920 Knattspyrnufélagið Reynir

Meistaraflokkur karla hóf æfingar á nýja gervigrasinu við Reykjaneshöllina núna í byrjun nóvember. Reynismenn tóku léttan æfingaleik við lið RB úr Reykjanesbæ nú í kvöld og voru myndirnar hér að neðan teknar af því tilefni en eins og sjá má á myndunum þá kyngdi snjó niður alla æfinguna.

Gervigrasið við Reykjaneshöllina er nauðsynleg viðbót við annars frábæra aðstöðu til íþróttaiðkunnar í Reykjanesbæ en svæðið er vel nýtt alla daga og öll kvöld. Leikmenn allra flokka Reynis bíða spenntir eftir að sambærileg aðstaða rísi innan þéttbýlismarka Suðurnesjsbæjar og er engin vafi á að sú aðstaða muni nýtast vel í nánustu framtíð.