Elfar næstu tvö tímabilin

Elfar næstu tvö tímabilin 4032 3024 Knattspyrnufélagið Reynir

Sandgerðingurinn ungi og efnilegi, Elfar Máni Bragason hefur samið við Reyni um að spila með liðinu til næstu tveggja tímabila. Elfar er fæddur árið 2004 og varð því 18 ára á árinu. Hann hefur alla tíð leikið með Reyni og á að baki 43 leiki í meistaraflokki og hefur skorað í þeim 7 mörk. Síðustu ár hefur Elfar leikið með sameiginlegum 2. flokki Keflavíkur/Reynis/Víðis ásamt því að spila með meistaraflokki Reynis.

Elfar lenti í slæmum meiðslum í byrjum síðasta sumars en hann kom aftur til baka í síðasta leik Reynis gegn KFA í september og skoraði þar eitt mark.

Stjórn knattspyrnudeildar Reynis fagnar þessum tíðindum og hlakkar til að sjá Elfar í Reynistreyjunni næstu tvö árin.