Kristófer Páll í Reyni

Kristófer Páll í Reyni 2560 1920 Knattspyrnufélagið Reynir

Sóknarmaðurinn Kristófer Páll Viðarsson er genginn til liðs við Reyni á láni frá Grindavík. Stuðningsfólk Reynis ætti að þekkja Kristófer vel en hann lék með liðinu árið 2021 og hóf síðasta tímabil með Reyni. Hann hóf sinn feril með Leikni Fáskrúðsfirði og á að baki 194 leiki í meistaraflokki. Kristófer hefur skorað 65 mörk, þar af 15 fyrir Reynismenn.

“Ég er mjög sáttur að koma heim í Reyni. Tíminn hér var að mörgu leyti uppáhalds fótboltatímabilið mitt og ég get ekki beðið eftir að hjálpa liðinu í sínum háleitu markmiðum” sagði Kristófer af þessu tilefni.

Stjórn knattspyrnudeildar Reynis býður Kristófer velkominn aftur heim og hlakkar til sjá hann aftur í hvítu treyjunni.