Posts By :

Andri Þór Ólafsson

Bræður munu berjast…fyrir Reyni Sandgerði

Bræður munu berjast…fyrir Reyni Sandgerði 1944 1296 Knattspyrnufélagið Reynir

Það er okkur sérstaklega ánægjulegt að tilkynna að einn af lykilmönnum okkar síðastliðið tímabil, Fáskrúðsfirðingurinn Sæþór Ívan Viðarsson, verður áfram í okkar herbúðum næstu tvö keppnistímabil.

Sæþór, sem er tvítugur miðjumaður, hefur leikið 87 mótsleiki á ferli sínum í meistaraflokki og skorað í þeim 13 mörk. Hann var valinn efnilegasti leikmaður liðsins á lokahófi félagsins í september síðastliðnum. Það er því ljóst að bræðurnir knáu, Sæþór og Kristófer Páll, munu verða liðsfélagar áfram.

Stjórn ksd. Reynis fagnar samkomulaginu við Sæþór og væntir mikils af honum á komandi tímabilum.

Hjartastuðtæki í Reynisheimilið

Hjartastuðtæki í Reynisheimilið 2560 1920 Knattspyrnufélagið Reynir

Knattspyrnudeild Reynis fékk á dögunum hjartastuðtæki að gjöf frá Lagnaþjónustu Suðurnesja. Tækið er af tegundinni Samaritan PAD500 og er af fullkomnustu gerð. Auk þess að vera hjartastuðtæki þá leiðbeinir tækið notanda með endurlífgunarráðgjöf en þessi búnaður getur verið mjög mikilvægur ef illa fer og eykur öryggi iðkenda og áhorfenda til muna.

Í framhaldi af þessari gjöf er á áætlun á nýju ári að leikmönnum meistaraflokks, þjálfurum allra flokka, stjórn og öðrum sjálfboðaliðum verði boðið á skyndihjálparnámskeið þar sem farið verði yfir helstu atriði fyrstu hjálpar.

Stjórn Knattspyrnudeildar Reynis er mjög þakklát Rúnari Helgasyni og hans félögum hjá Lagnaþjónustu Suðurnesja fyrir þessa dýrmætu gjöf, sem þó þarf vonandi aldrei að nota.

Aron Elís ráðinn aðstoðarþjálfari

Aron Elís ráðinn aðstoðarþjálfari 2560 1920 Knattspyrnufélagið Reynir

Aron Elís Árnason hefur verið ráðinn aðstoðarþjálfari meistaraflokks. Aron er 29 ára markmaður, uppalinn hjá Reyni og hefur leikið 67 leiki fyrir félagið í deild og bikar. Hann tók við stöðu markmannsþjálfara hjá Reyni fyrir síðasta tímabili og mun sinna þeim verkum áfram ásamt því að vera Luka Jagacic innan handar.

“Þetta er mjög spennandi tækifæri fyrir mig og ég hlakka mikið til tímabilsins. Við erum með sterkan kjarna af leikmönnum og ég hef fulla trú á að komandi tímabil verði mjög gott fyrir okkur Sandgerðinga”, sagði Aron

Stjórn Knattspyrnudeildar Reynis bindur miklar vonir við samstarfið við Aron og óskar honum velfarnaðar á nýjum og spennandi vettvangi.

Elfar áfram í heimahögum

Elfar áfram í heimahögum 2560 2082 Knattspyrnufélagið Reynir

Það gleður okkur að tilkynna að knattspyrnudeild Reynis og sóknarmaðurinn knái, Elfar Máni Bragason, hafa komist að samkomulagi um að Elfar verður áfram í herbúðum okkar á komandi tímabili.
Elfar, sem er 17 ára Sandgerðingur, hefur leikið 33 mótsleiki og skorað í þeim 4 mörk fyrir meistaraflokk Reynis.
Hann lék upp yngri flokkana með Reyni/Víði og undanfarin tvö ár með sameiginlegu liði Keflavíkur/Reynis/Víðis í 2. flokki.
Elfar er frábær leikmaður með mikinn metnað og verður einkar spennandi að fylgjast með honum næstkomandi keppnistímabil.
Stjórn ksd. Reynis fagnar samkomulaginu og hlakkar til samstarfsins.

Æfingar hafnar á nýja gervigrasinu

Æfingar hafnar á nýja gervigrasinu 2560 1920 Knattspyrnufélagið Reynir

Meistaraflokkur karla hóf æfingar á nýja gervigrasinu við Reykjaneshöllina núna í byrjun nóvember. Reynismenn tóku léttan æfingaleik við lið RB úr Reykjanesbæ nú í kvöld og voru myndirnar hér að neðan teknar af því tilefni en eins og sjá má á myndunum þá kyngdi snjó niður alla æfinguna.

Gervigrasið við Reykjaneshöllina er nauðsynleg viðbót við annars frábæra aðstöðu til íþróttaiðkunnar í Reykjanesbæ en svæðið er vel nýtt alla daga og öll kvöld. Leikmenn allra flokka Reynis bíða spenntir eftir að sambærileg aðstaða rísi innan þéttbýlismarka Suðurnesjsbæjar og er engin vafi á að sú aðstaða muni nýtast vel í nánustu framtíð.

Dregið í Reynislukku

Dregið í Reynislukku 1800 825 Knattspyrnufélagið Reynir

Knattspyrnudeild Reynis ásamt barna og unglingaráði stóðu fyrir happdrætti nú á dögunum og var dregið síðdegis í dag, mánudaginn 15.nóvember 2021. Hér að neðan eru vinningsnúmerin í ár. Við óskum vinningshöfum til hamingju og þökkum kærlega fyrir stuðninginn!

Hægt verður að nálgast vinninga á næstu dögum og munum við auglýsa það sérstaklega.

1 Icelandair Cargo – Gjafabréf 50.000 kr. hjá Icelandair 203
2 Hótel Vellir/900 Grill-Sportbar – Gjafabréf 50.000 kr. 196
3 Ice-Fish – Gjafabréf hjá 66 Norður 35.000 kr. 403
4 Ice-Fish – Gjafabréf hjá 66 Norður 35.000 kr. 236
5 VSFS – Vikudvöl í orlofshúsi 97
6 VSFS – Vikudvöl í orlofshúsi 334
7 Orkustöðin – 3 mánaða kort í hóptímasal Orkufit og Yoga 258
8 Orkustöðin – 3 mánaða kort í tækjasal + æfingaprógram 548
9 DUUS – Gisting með morgun- og kvöldverði. 331
10 Hótel Örk – Gisting með morgunverði. 559
11 Airport Associates – Gjafabréf 25.000 kr á Fisk-/Grillmarkaðnum 357
12 Nesmúr – Gjafakort í Bónus 20.000 kr. 465
13 Flatfiskur – Gjafakort í Kringlunni 20.000 kr. 47
14 Íþróttamiðstöðin í Sandgerði – mánaðarkort í þrek + Taska frá Jako 5
15 Íþróttamiðstöðin í Sandgerði – mánaðarkort í þrek + Sportvörur – Gjöf 534
16 Golfklúbbur Sandgerðis – hringur + hamborgari og drykkur fyrir tvo 456
17 Golfklúbbur Suðurnesja – Gjafabréf fyrir tvo 18 holur á Hólmsvelli. 2
18 Fiskfélagið – Gjafabréf + Illverk áskrift 527
19 Tölvulistinn – JBL bluetooth hátalari + Bakpoki frá Jako 241
20 BYKO – Pallahitari + KFC – Gjafabréf 429
21 BYKO – Kjöthitamælir + KFC – Gjafabréf 355
22 Bláa Lónið – Premium aðgagnur fyrir tvo + Húðvörur 62
23 Bláa Lónið – Premium aðgagnur fyrir tvo + Húðvörur 557
24 Fúsi Sértak – Gjafabréf 10.000 kr. í BYKO + Taska frá Jako 531
25 Fúsi Sértak – Gjafabréf 10.000 kr. í BYKO + Bakpoki frá Jako 20
26 Samkaup – Gjafabréf 10.000 kr. 442
27 Samkaup – Gjafabréf 10.000 kr. 525
28 ESJ – Gjafakort í Bónus 10.000 kr. + Icewear – Gjafabréf 459
29 ESJ – Gjafakort í Bónus 10.000 kr. + 900 Grill/Sportbar – Gjafabréf 178
30 Útfaraþjónusta Suðurnesja – Gjafakort í Bónus 10.000 kr. – Green Salad Story – Gjafabréf 51
31 Piccolo – Gjafabréf 10.000 kr. + Gulli Arnar Bakari – Gjafabréf 470
32 Ferðaþjónusta Reykjaness – 10.000 kr gjafabréf á KEF restaurant 359
33 Matarkjallarinn – Gjafabréf + Þarf alltaf að vera grín – áskrift 389
34 Þrír Frakkar – Gjafabréf + Þarf allta að vera grín – áskrift 529
35 Snyrtistofan Vallý – Dekur + 900 Grill-Sportbar – Gjafabréf 526
36 Spes – Gjafapoki + 900 Grill-Sportbar – Gjafabréf 200
37 Hárfaktorý – Gjafapoki + 900 Grill-Sportbar – Gjafabréf 128
38 Draumórar – Gjafabréf + 900 Grill-Sportbar – Gjafabréf 397
39 Víkurbásar – Vikuleiga í barnabás + Spilavinir – fjölskylduspil 567
40 Víkurbásar – Vikuleiga í barnabás + Spilavinir – fjölskylduspil 132
41 Víkurbásar – Vikuleiga í fullorðinsbás + Antons Mamma Mía – Gjafabréf 290
42 Víkurbásar – Vikuleiga í fullorðinsbás + Antons Mamma Mía – Gjafabréf 341
43 Toyota – Gjafabréf í smurningu + Langbest – Gjafabréf 244

Birkir áfram í okkar herbúðum

Birkir áfram í okkar herbúðum 700 642 Knattspyrnufélagið Reynir

Það gleður okkur að tilkynna að reynslumesti Sandgerðingurinn í okkar leikmannahóp, Birkir Freyr Sigurðsson, hefur framlengt samning sinn við okkur út næstkomandi tímabil.

Birkir, sem er 29 ára gamall varnarmaður, hefur leikið 288 mótsleiki á ferlinum og skorað í þeim 33 mörk.

Þetta verður því ellefta keppnistímabilið sem Birkir klæðist Reynistreyjunni, en hann hefur einnig leikið tvö tímabil með nágrönnum okkar úr Njarðvík.

Birkir er ákaflega mikilvægur hluti af okkar hóp, hefur mikla reynslu miðað við aldur og hefur margoft borið fyrirliðabandið og farið fyrir okkar mönnum.

Stjórn ksd. Reynis fagnar því að Birkir taki slaginn með okkur áfram og hlakkar til að sjá hann á vellinum á komandi tímabili.

Mynd: Fótbolti.net

Mynd: Hafliði Breiðfjörð - Fótbolti.net

Benni framlengir

Benni framlengir 700 611 Knattspyrnufélagið Reynir

Það gleður okkur að tilkynna að varnarjaxlinn Benedikt Jónsson hefur framlengt samning sinn við okkur til loka næsta tímabils. Benni, sem er 24 ára Keflvíkingur, hefur leikið allan sinn meistaraflokksferil með okkur, alls 49 leiki og hefur skorað í þeim 1 geggjað mark. Benni er mikill stríðsmaður sem gefur aldrei tommu eftir á vellinum og ákaflega mikilvægur karakter í okkar hóp. Stjórn ksd. Reynis fagnar því að hafa Benna áfram í okkar herbúðum og hlakkar til að sjá hann í Reynistreyjunni næstkomandi tímabil.

Mynd: Hafliði Breiðfjörð – Fótbolti.net

Strahinja framlengir

Strahinja framlengir 1600 1197 Knattspyrnufélagið Reynir

Það er stjórn KSD Reynis sönn ánægja að tilkynna að fyrirliðinn Strahinja Pajic hefur samið við Reyni út tímabilið 2023.

Strax, eins og hann er oft kallaður, hefur verið lykilmaður frá því að hann kom fyrst til liðsins árið 2017. Hann hefur leikið 84 leiki í hvítu treyjunni og hefur skorað í þeim 15 mörk.

“Ég er mjög spenntur fyrir mínu fimmta tímabili með Reyni og er stoltur að vera hluti af þessu frábæra félagi og fjölskyldu. Ég get ekki beðið eftir að leika fyrir liðið á næsta tímabili”, sagði Strahinja af þessu tilefni.

Luka ráðinn þjálfari Reynis

Luka ráðinn þjálfari Reynis 720 521 Knattspyrnufélagið Reynir

Luka Jagacic hefur verið ráðinn þjálfari meistaraflokks Reynis til næstu tveggja ára. Luka ætti að vera öllu Reynisfólki kunnugur en kom upphaflega til félagins sem leikmaður árið 2019. Hann lenti í því óláni að rífa liðþófa og lék því ekki með liðinu. Hann var ráðinn aðstoðarþjálfari meistaraflokks síðar sama ár.

Luka er með UEFA B þjálfararéttindi og er á lokasprettinum með UEFA A réttindin.

“Ég er mjög ánægður og spenntur fyrir þessari áskorun. Ég hef trú á sjálfum mér og liðinu og veit að við munum eiga frábært tímabil saman.”, sagði Luka Jagacic við undirritun samnings í Reynisheimilinu í dag.

Stjórn Knattspyrnudeildar Reynis lýsir yfir mikilli ánægju með ráðninguna og hlakkar til áframhaldandi samstarfs við Luka.