Posts By :

Andri Þór Ólafsson

Ivan Prskalo í Reyni

Ivan Prskalo í Reyni 2560 1920 Knattspyrnufélagið Reynir

Knattspyrnudeild Reynis hefur samið við króatíska framherjann Ivan Prskalo um að leika með félaginu út tímabilið. Ivan hefur áður spilað hér á landi en hann var hjá Njarðvík sumrin 2019 og 2020. Með Njarðvík spilaði hann 24 leiki og skoraði í þeim 11 mörk.

Hann er nú þegar kominn til Íslands og getur tekið þátt í næsta leik Reynis föstudaginn nk. kl 19:15 þegar liðið mætir ÍR á BLUE vellinum.

Ivan mun fylla skarð Elton „Fufura“ Barros sem sleit krossbönd í hné fyrr á tímabilinu. Fufura fór í aðgerð nýlega og gekk hún framar vonum.

Stjórn Knattspyrnudeildar Reynis býður Ivan hjartanlega velkominn í fjölskylduna og hlakkar til að sjá hann í Reynistreyjunni.

Aðalfundur knattspyrnudeildar

Aðalfundur knattspyrnudeildar 2560 1707 Knattspyrnufélagið Reynir

Aðalfundur Knattspyrnudeildar Reynis fór fram í Reynisheimilinu þriðjudaginn 8. júní sl. en fundinn átti að halda í byrjun mars en ekki varð að því vegna. Á dagskrá voru hefðbundin aðalfundarstörf.

Sigursveinn Bjarni Jónsson, formaður knattspyrnudeildar, setti fundinn og gerði að tillögu sinni að Andri Þór Ólafsson yrði fundarstjóri og Ástrós Jónsdóttir fundarritari.

Sigursveinn fór yfir reikninga deildarinnar og skýrslu stjórnar.

Stjórn knattspyrnudeildar var kjörin og er hún skipuð sömu einstaklingum og á síðasta ári:

Sigursveinn Bjarni Jónsson, formaður
Hjördís Ósk Hjartardóttir, varaformaður
Ástrós Jónsdóttir, gjaldkeri
Andri Þór Ólafsson, ritari
Ásdís Ösp Ólafsdóttir, meðstjórnandi
Björn Ingvar Björnsson, meðstjórnandi
Hannes Jón Jónsson, meðstjórnandi
Ása Ingibjörg Sigurbjörnsdóttir, varamaður
Jóhann Jóhannsson, varamaður
Margrét Bjarnadóttir, varamaður

Þess má geta að kynjahlutfall innan stjórnar (aðal- og varamenn) er jafn, fimm karlar og fimm konur.

Aðalfundur KSF Reynis

Aðalfundur KSF Reynis 2560 2097 Knattspyrnufélagið Reynir

Aðalfundur Knattspyrnufélagsins Reynis fór fram þriðjudaginn 8. júní sl. kl 20:00  í Reynisheimilinu. Til fundarins var boðað með viku fyrir var og sátu 15 félagar fundinn.

 

Sigursveinn Bjarni Jónsson setti fundinn f.h. þá sitjandi aðalstjórnar og lagði til að hann sjálfur yrði fundarstjóri og Ástrós Jónsdóttir fundarritari. Voru báðar tillögur samþykktar með lófaklappi. Fundarstjóri lagði til að liðir 11, 12 og 13 í dagskrá fundarins verði færðir fram og var það samþykkt. Fram kom tillaga að stjórn í heild sinni:

 

Ólafur Þór Ólafsson, formaður

Árni Sigurpálsson, gjaldkeri

Hannes Jón Jónsson, ritari

Jóhann Jóhannsson, varamaður

Stefán Þór Sigurbjörnsson, varamaður

 

Tillagan var samþykkt samhljóða.

 

Fundarstjóri lagði til að fundinum yrði frestað og verði framhaldið eigi síðar en 30. nóvember 2021. Samþykkt samhljóða.

 

Fundinum var slitið kl 20:20

Þungur dagur í Sandgerði

Þungur dagur í Sandgerði 1600 1186 Knattspyrnufélagið Reynir

Reynismenn áttu frekar dapran dag þegar grænklæddir nágrannar þeirra frá Njarðvík komu í heimsókn í 2. deildinni. Eftir markalausan og tíðindalítinn fyrri hálfleik náðu gestirnir forystu þegar aðeins tvær mínútur voru liðnar af þeim síðari þegar Bergþór Ingi Smárason náði að koma boltanum í netið. Við þetta kom smá neisti í Reynisliðið og innan við fimm mínútum síðar var Kristófer Páll Viðarsson, sem var valinn maður leiksins af stuðningsmönnum Reynis, búinn að jafna metin. Á næstu augnablikum virtist sem Reynismenn væru að taka öll völd á vellinum og Njarðvíkingarnir áttu í vök að verjast. Þeir hins vegar náðu einni skyndisókn sem endaði með góðu skoti frá ungum leikmanni sem ber nafnið Magnús Þórðarson og það endaði í bláhorninu á marki Rúnars Gissuarsonar. Ekki er nóg með að þessi ungi leikmaður deili nafni með einni af goðsögnum Reynisfélagsins heldur er hann sonur gömlu Reyniskempunnar Þórðar Marelssonar og þar með barnabarn Marels Andréssonar sem var heiðursfélagi í Reyni. Verst fyrir Sandgerðinga að í þetta skiptið var hann að spila með liðinu úr Reykjanesbæ. Það sem eftir lifði leiks virtust Reynismenn aldrei líklegir til að ná að skora þrátt fyrir að vera meira með boltann og þegar um korter var eftir náði gamla kempan Kenneth Hogg að bæta við þriðja marki gestanna og þar við sat. Njarðvíkingar fóru til baka yfir Miðnesheiðina með stigin þrjú eftir leik þar sem Reynismenn fundu aldrei fjölina sína.

 

Næsti leikur Reynis er næsta sunnudag á Eskjuvelli á Eskifirði og hefst hann kl. 16:00. Þar verða Austfirðingarnir í Fjarðabyggð sóttir heim, en þeir sitja eins og er í næst neðsta sæti deildarinnar með aðeins fjögur stig eftir níu leiki á meðan Reynir er í sjötta sæti með 13 stig eftir jafn marga leiki.

 

Reynir – Njarðvík 1-3 (0-0)

  1. deild karla á Blue-vellinum í Sandgerði miðvikudaginn 30. júní 2021.

Lið Reynis: Rúnar Gissuarson – Sæþór Ívan Viðarsson, Benedikt Jónsson, Unnar Már Unnarsson, Birkir Freyr Sigurðsson (f.) – Magnús Þórir Matthíasson, Ási Þórhallsson, Edon Osmani, Kristófer Páll Viðarsson, Magnús Sverrir Þorsteinsson – Hörður Sveinsson (Magnús Magnússon, 70. mín).

Ónotaðir varamenn Reynis: Andri Már Ingvarsson, Eiður Snær Unnarsson, Krystian Wiktorowicz, Óðinn Jóhannsson, Strahinja Pajic, Fannar Orri Sævarsson.

Mark Reynis: Kristófer Páll Viðarsson (52. mín).

Gult spjald Reynis: Benedikt Jónsson (50. mín).

Grátlegt jafntefli en Reynismenn samt enn á toppnum

Grátlegt jafntefli en Reynismenn samt enn á toppnum 1600 1032 Knattspyrnufélagið Reynir

Reynismenn gerðu 2-2 jafntefli við sprækt lið Magna á Blue-vellinum í Sandgerði þar sem gestirnir að norðan skoruðu jöfnunarmark í uppbótartíma.

Stór hluti vallargesta var enn á leið í sæti sín í stúkunni þegar Magnús Magnússon kom Reynismönnum yfir með laglegu marki eftir aðeins fjögurra mínútna leik eftir skógarhlaup sem markvörðurinn Steingrímur Ingi Gunnarsson vill líklega gleyma sem fyrst. Tíu mínútum síðar voru Magnamenn þó búnir að jafna þegar Angantýr Magni Gautason náði að koma knettinum í netið. Röndóttir gestirnir voru meira með boltann eftir það en áttu erfitt með að opna sterka Reynisvörnina. Þegar tíu mínútur voru í leikhlé átti fyrirliði Sandgerðinga, Birkir Freyr Sigurðsson, frábæra sendingu fyrir mark Magna og aftur mætti Magnús Magnússon, sem var valinn maður leiksins af stuðningmönnum Reynis, og afgreiddi boltann í netið af öryggi.

Jafnræði var með liðnum í upphafi síðari hálfleiks og lítið sem benti til þess að Magni myndi ná að koma sér inn í leikinn. Þegar hálftími var eftir rétti dómari leksins, Eiður Otto Bjarnason, Eyfirðingunum óvænta hjálparhönd þegar hann gaf Mangúsi Sverri Þorsteinssyni annað gula spjaldið í leiknum og þar með það rauða líka. Sú refsing var ákaflega hörð þar sem Magnús rakst í leikmann gestanna sem féll eins og völt bowling-keila við minnstu snertingu. Einum færri drógu Reynismenn sig aftar á völlinn og leyfðu Magnamönnum að sækja. Bestu menn þeirra voru erlendu leikmennrnir  þrír og fóru allar sóknaraðgerðir í gegnum þá. Hvítklæddir heimamenn héldu þeim þó vel í skefjum og þar skipti sköpum góður leikur Edon Osmani á miðjunni og Benedikts Jónssonar í vörninni. Þegar fimm mínútur voru til leiksloka fengu gestirnir þó virkiklega gott færi en Rúnar Gissuarson varði frábærlega gott skot. Þó Sandgerðingarnir væru einum færru náðu þeir þó að ógna marki Magna nokkrum sinnum og áttu grenvísku varnarnmennirnir í mestu erfiðleikum með að ráða við hinn unga Elfar Mána Bragason. Það var komið fram í uppbótartíma þegar reynsluboltarnir Magnús Þórir Matthíasson og Hörður Sveinsson geystust upp völlinn með aðeins einn svarthvítann Magnamann til varnar. Þeir náðu þó ekki að nýta sér liðsmuninn því gestirnir náðu boltanum og komu honum strax á fjölmenna sóknarlínu sína þar sem Alejandro Caballe dvaldi fyrir innan varnarlínu Reynis og náði að jafna leikinn. Einhverjum fannst vera rangstöðulykt af markinu en aðstoðardómarinn Jakub Marcin Róg var ekki í þeim hópi, markið stóð og 2-2 jafntefli varð niðurstaðan í ágætum fótboltaleik.

Þrátt fyrir grátlegt jafntefli halda Reynismenn þó toppsæti sínu í jafnri og skemmtilegri 2. deildinni. Næsti leikur Reynis er toppslagur sem fer fram í Vesturbæ Reykjavíkur næsta föstudagskvöld. Þá sækja Reynismenn lið KV heim á gervigrasið í Frostaskjóli í leik sem hefst kl. 19:15, en borgarpiltarnir eru í öðru sæti með jafn mörg stig og Sandgerðingar, sama markahlutfall en hafa skorað færri mörk og eru því sæti neðar.

 

Reynir – Magni 2-2 (2-1)

  1. deild karla á Blue-vellinum í Sandgerði laugardaginn 19. Júní 2021.

Lið Reynis: Rúnar Gissuarson – Sindri Lars Ómarsson, Benedikt Jónsson, Ási Þórhallsson, Birkir Freyr Sigurðsson (f.) – Magnús Þórir Matthíasson, Edon Osmani, Kristófer Páll Viðarsson, Sæþór Ívan Viðarsson (Hörður Sveinsson, 87. mín), Magnús Magnússon (Elfar Máni Bragason, 72. mín) – Magnús Sverrir Þorsteinsson.

Ónotaðir varamenn Reynis: Andri Már Ingvarsson, Eiður Snær Unnarsson, Óðinn Jóhannsson, Magnús Einar Magnússon, Strahinja Pajic.

Mörk Reynis: Magnús Magnússon (4. mín, 36. mín).

Gul spjöld Reynis: Magnús Sverrir Þorsteinsson (25. mín), Benedikt Jónsson (76. mín), Sindri Lars Ómarsson (76. mín).

Rautt spjald Reynis: Magnús Sverrir Þorsteinsson (57. mín, annað gula spjaldið í leiknum).

Mynd: Víkurfréttir /JPK

 

Stórsigur Reynis í rigningunni í Sandgerði

Stórsigur Reynis í rigningunni í Sandgerði 1200 873 Knattspyrnufélagið Reynir

Reynismenn unnu verðskuldaðan stórsigur á Völsungum í dag. Gestirnir spiluðu undan sterkri suðaustanáttinni í fyrri hálfleik í láréttri rigningunni á Blue-vellinum í Sandgerði. Þeim grænklæddu gekk þó ekkert sérstaklega vel að nýta sér það að hafa vindinn í bakið, áttu erfitt með að opna sterka vörn heimamanna og langskotin rötuðu illa á rammann eða voru það máttlaus að engin hætta skapaðist. Einu sinni tókst Húsvíkingunum þó að spila sig vel í gegn en þá var Rúnar Gussurarson vel á verði í markinu og varði stórkostlega. Sandgerðingarnir voru vel skipulagðir og þéttir og áttu nokkrar hættulegar sóknir. Það var í einni slíkri, rétt fyrir lok fyrri hálfleiks, sem Kristófer Páll Viðarsson var felldur inn í vítateig og gamli refurinn Hörður Sveinsson setti knöttinn af öryggi í netið úr vítaspyrnunni.

Reynir var mun sterkari á fyrstu mínutum seinni hálfleiks og sótti hart að marki Völsungs. Þegar korter val liðið af hálfleiknum kom annað mark Reynis eftir hornspyrnu. Magnús Þórir Matthíasson var einn og óvaldaður og afgreiddi boltann viðstöðulaust í netið með fallegu sniðskoti. Eftir markið bökkuðu Reynismenn aðeins og gestirnir minnkuðu aðeins þremur mínútum síðar þegar Kifah Moussa Mourad skoraði. Húsvíkingarnir náðu hins vegar ekki einu í dongið í ja-ja-dingdong-fagninu sínu því Reynismenn tóku miðju fljótt og laglegt spil kom boltanum til Harðar Sveinssonar inn vítateignum sem skoraði sitt annað mark og kom Reyni í 3-1. Tíu mínútum síðar var það svo Kristófer Páll Viðarsson sem bætti við fjórða marki Sandgerðinga eftir gott spil. Yfirburðir Reynis voru svo innsiglaðir þegar hinn ungi Elfar Máni Bragasson tók hornspyrnu á síðustu mínútu leiksins. Hann sá að Kristófer Levý Sigtryggsson var illa staðsettur í marki Völsungs og sendi bogabolta yfir hann sem og alla aðra leikmenn í vítateignum og skoraði beint úr hornspyrnunni. Ágætur dómari leiksins, Egill Arnar Sigurþósson, flautaði svo leikinn af stuttu síðar og sanngjarn stórsigur Reynis í höfn.

Næsti leikur Reynis er nágrannaslagur næsta fimmtudag. Þó verða ungmennafélagsmenn í Þrótti Vogum sóttir heim í leik sem hefst kl. 19:15.

Reynir – Völsungur 5-1 (1-0)

  1. deild karla á Blue-vellinum í Sandgerði laugardaginn 5. júní 2021.

Lið Reynis: Rúnar Gissuraron – Sindri Lars Ómarsson (Fannar Orri Sævarsson, 78. mín), Benedikt Jónsson, Strahinja Pajic (f.), Birkir Freyr Sigurðsson – Ási Þórhallsson, Magnús Þórir Matthíasson, Edon Osmani (Eiður Snær Unnarsson, 87. mín), Kristófer Páll Viðarsson (Elfar Máni Bragason, 82. mín), Magnús Magnússon (Óðinn Jóhannsson, 87. mín) – Hörður Sveinsson (Sæþór Ívan Viðarsson, 70. mín).

Ónotaðir varamenn Reynis: Andri Már Ingvarsson, Magnús Einar Magnússon.

Mörk Reynis: Hörður Sveinsson (38. mín víti, 63. mín), Magnús Þórir Matthíasson (59. mín), Kristófer Páll Viðarsson (73. mín), Elfar Máni Bragason (90. mín).

Reynir í 1. deild eftir sigur á ÍA

Reynir í 1. deild eftir sigur á ÍA 2560 1440 Knattspyrnufélagið Reynir

Leikurinn í kvöld þar sem spilað var til úrslita í 2 deildinni var alveg peninganna virði. Áhorfendur vel með á nótunum og trommusveit ÍA hélt uppi fjörinu á pöllunum.

Reynismenn byrjuðu betur og keyrðu hratt upp völlinn og komust 11 stigum yfir um miðjan leikhlutann 15-6. En skagamenn komu til baka og munurinn fjögur stig eftir fyrsta leikhluta 25-21.
Skagamenn pressuðu síðan mjög stíft og gerðu Reynismönnum erfitt fyrir komust í fyrsta skipti yfir á 16 mínútu 31-33 en heimamenn settu síðustu fimm og þar á meðal setti Davíð niður þrist frá miðju þegar 0,1 sek var eftir og jafnaði leikinn fyrir hlé 43-43.

Þriðji leikhluti var í járnun allt þar til að Garðar setur tvo þrista í röð fyrir heimamenn og allt í einu eru Reynismenn komnir átta stigum yfir fyrir lokaleikhlutann 67-59. Þrír Reynis þristar í röð í byrjun fjórða gáfu tóninn fyrir framhaldið.
Maggi Trausta var sjóðheitur og setti 18 stig í fjórða leikhluta og endaði þar með með 33 stig. Lokatölur 107 – 95 eftir hörkuleik.

Stigahæstir Reynismanna
Magnús Már 33 stig
Garðar Gísla 16
Davíð. 15
Jón Böðvars 10

Stigahæstir Skagamanna

Chaz Franklin 23 stig
Aron Elvar 15
Þórður. 14
Will Thompson. 13
Elías. 10
Gunnar 10

Frábær sigur gegn sterku liði Kára

Frábær sigur gegn sterku liði Kára 1200 978 Knattspyrnufélagið Reynir
Reynismenn tóku á móti Kára á BLUE vellinum föstudaginn sl. Káramenn komust yfir á 33 mínútu með marki úr vítaspyrnu en Kristófer Páll jafnaði fyrir okkar menn eftir laglega skyndisókn undir lok fyrri hálfleiks. Staðan var jöfn allt fram í uppbótartíma síðari hálfleiks þegar Hörður Sveinsson kom boltanum í netið eftir klafs í teig Káramanna en Hörður kom inn á sem varamaður örfáum mínútum fyrr. Frábær 2-1 sigur hjá okkar mönnum staðreynd.
Reynismenn sitja í öðru sæti 2. deildar með 6 stig eftir þrjá leiki.
Næsti leikur Reynis er gegn Leikni laugardaginn 29. maí kl 14 í Fjarðabyggðarhöllinni
Reynir 2 – 1 Kári (1-1)
2. deild karla á Blue vellinum í Sandgerði föstudaginn 21. maí 2021
Lið Reynis: Rúnar Gissurarson, Benedikt Jónsson, Birkir Freyr Sigurðsson (F), Krystian Wiktorowicz (Elfar Máni Bragason 83. mín), Unnar Már Unnarsson, Magnús Sverrir Þorsteinsson (Magnús Þórir Matthíasson 39 mín), Ási Þórhallssson, Elton Renato Livramento Barros, Edon Osmani, Fannar Orri Sævarsson (Sindri Lars Ómarsson 52 mín), Kristófer Páll Viðarsson (Hörður Sveinsson 89. mín)
Ónotaðir varamenn: Andri Már Ingvarsson, Óðinn Jóhannsson og Strahinja Pajic
Gul spjöld: Benedikt Jónsson (29. mín), Krystian Wiktorowicz (35. mín), Birkir Freyr Sigurðsson (45+3 mín), Magnús Þórir Matthíasson (45+4 mín), Sindri Lars Ómarsson (75. mín)
Rauð spjöld: Birkir Freyr Sigurðsson (90+4 mín)

Súrt tap í fyrsta heimaleik

Súrt tap í fyrsta heimaleik 1600 1067 Knattspyrnufélagið Reynir

Reynismenn máttu sætta sig við tap í fyrsta heimaleik sumarins 2021 þegar sterkt lið KF kom í heimsókn á Blue-völlinn í 2. deildinni. Lokatölur urðu 0-2 í leik þar sem bæði mörkin komu í síðari hálfleik.

Nokkuð jafnræði  var með liðunum í fyrri hálfleik í sólinni í Sandgerði. Lið Reynis leyfði gestunum að norðan að vera meira með knöttinn en sóttu hratt þegar boltinn vannst og voru nokkru sinnum nálægt því að koma knettinum í netið. Magnús Sverrir Þorsteinsson fékk besta færi Reynismanna þegar hann setti boltann hárnaumt fram hjá úr góðu færi. Hjá gestunum var kantmaðurinn Oumar Diouck hættulegastur og átti m.a. skot í stöng.

Það var svo einstaklingsframtak hjá Diouck sem skilaði KF forystunni þegar aðeins fimm mínútur voru liðnar af síðari hálfleik. Við það mark var sem allur kraftur væru úr heimamönnum og bláklæddir Tröllaskagadrengirnir tóku völdin á vellinum. Reynismenn töpuðu baráttunni á miðjunni og vörn KF átti svar við öllum sóknartilburðum Sandgerðinganna. Þegar korter var til leiksloka skoruðu gestirnir svo sitt annað mark þegar Theodore Wilson stangaði boltann í netið eftir hornspyrnu. Fátt markvert gerðist það sem eftir lifði leiks og norðanmenn stóðu uppi sem verðskuldaðir sigurvegarar.

Næsti leikur Reynis í 2. deildinni er föstudaginn 21. maí kl. 19:15 þegar Skagamennirnir í Kára koma í heimsókn.

 

Reynir – KF     0-2 (0-0)

  1. deild karla á Blue-vellinum í Sandgerði laugardaginn 15. maí 2021.

Lið Reynis: Rúnar Gissurarson – Fannar Orri Sævarsson, Ási Þórhallsson, Unnar Már Unnarsson, Birkir Freyr Sigurðsson (Óðinn Jóhannsson, 68. mín) – Srahinja Pajic (f.) (Hörður Sveinsson, 79. mín), Edon Osmani, Magnús Magnússon (Krystian Wiktorowicz, 64. mín), Kristófer Páll Viðarsson (Elfar Máni Bragason, 79. mín) – Magnús Sverrir Þorsteinsson, Elton Renato Barros.

Ónotaðir varamenn Reynis: Andri Már Ingvarsson, Magnús Þórir Matthíasson, Júlíus Davíð Juliusson Ajayi.

Gul spjöld Reynis: Fannar Orri Sævarsson (53. mín), Krystian Wiktorowicz, 85. mín).

Sanngjarn sigur í fyrsta leik

Sanngjarn sigur í fyrsta leik 1600 1067 Knattspyrnufélagið Reynir

Reynismönnum líður oftast vel í vindstrengnum á Ásvöllum í Hafnarfirði. Það sást þegar þeir sóttu Hauka heim í fyrstu umferð 2. deildarinnar árið 2021. Reynir vann sanngjarnan 0-2 sigur á heimamönnum sem fyrirfram eiga að teljast vera með eitt af sterkari liðum deildarinnar.

Rauðklæddir Haukar byrjuðu leikinn af krafti og voru nærri því að ná forystunni eftir nokkrar mínútur þegar Aron Freyr Róbertsson, sem er sonur gömlu Reyniskempunnar Róberts Ólafs Sigurðssonar, átti skot í stöngina. Þetta reyndist eina umtalsverða marktækifæri heimamanna í leiknum. Eftir um 20 mínútna leik voru hvítklæddir Reynismenn búnir að hrista úr sér sviðsskrekkinn og voru nálægt því að ná forystunni þegar skot Kristófers Páls Viðarssonar fór í slána eftir um hálftíma leik.

Í síðari hálfleik var vel skipulagt og baráttuglatt Reynisliðið sterkari aðilinn á vellinum. Hægir Haukar kunnu engin ráð til að opna sterka Reynisvörnina og hvað eftir annað skapaðist hætta þegar þeir hvítklæddu fóru í hraðar sóknir. Á 71. mínútu fékk Reynir hornspyrnu eftir eina slíka sókn og upp úr henni setti fyrirliðinn Strahinja Pajic boltann í net með smekklegri hælspyrnu. Eftir enn eitt hratt upphlaup Sandgerðinga var brotið á Kristofer Páli inn í teig þegar stutt var eftir af leiknum. Hinn svellkaldi Magnús Þórir Matthíason fór á punktinn, skoraði af öryggi úr vítaspyrnunni og tryggði Reynismönnum sanngjarnan útisigur í fyrsta deildarleik sumarsins 2021.

Næsti leikur Reynis er gegn KF á Blue-vellinum í Sandgerði laugardaginn 15. maí og hefst hann kl. 16:00.

 

Haukar – Reynir, 2. deild karla á Ásvöllum í Hafnarfirði, föstudaginn 7. maí 2021.

Lið Reynis: Rúnar Gissurarson – Fannar Orri Sævarsson (Krystian Wiktorowicz, 75. mín), Benedikt Jónsson, Unnar Már Unnarsson, Birkir Freyr Sigurðsson – Strahinja Pajic (f.), Ási Þórhallsson (Magnús Magnússon, 67. mín), Edon Osmani, Kirstófer Páll Viðarsson (Elfar Máni Bragason, 90. mín) – Magnús Þórir Matthíasson, Elton Renato Barros (Magnús Sverrir Þorsteinsson, 67. mín).

Ónotaðir varamenn Reynis: Andri Már Ingvarsson, Eiður Snær Unnarsson, Hörður Sveinsson.

Mörk Reynis: Stahinja Pajic (71. mín), Magnús Þórir Matthíasson, víti (89. mín).

Gul spjöld Reynis: Ási Þórhallson (44. mín), Unnar Már Unnarsson (46. mín), Stahinja Pajic (64. mín), Benedikt Jónsson (90.+5 mín).