Ertu félagi í Reyni?

Ertu félagi í Reyni? 940 600 Knattspyrnufélagið Reynir

Boðað hefur verið til aukaaðalfundar hjá Ksf. Reyni sem fer fram mánudaginn 12. maí n.k. þar sem kosið verður um tillögu um stofnun nýs íþróttafélags í Suðurnesjabæ. Fundurinn var auglýstur á heimasíðu Reynis mánudaginn 5. maí s.l. Á fundinum hafa allir skuldlausir almennir félagsmenn 16 ára og eldri atkvæðisrétt.

Vilji fólk skrá sig sem félaga í Ksf. Reynis eða kanna hvort það sé á félagaskrá er hægt að senda skilaboð á Facebook-síðu Reynis eða senda tölvupóst á netfangið adalstjorn@reynir.is . Félagsgjaldið er 2.500,-