Þjálfarar yngri flokka 2021

Barna og unglingastarf Reynis

Knattspyrnudeild Reynis er í samstarfi við Knattspyrnufélagið Víði í Garði um yngri flokka og leika undir merkjum Reynis/Víðis. Einnig er deildirnar í samstafi við Keflavík í yngri flokkum kvenna en þær leika undir merkjum RKV. Í 3. flokki kvenna er auk þess samstarf við UMFG. Í 2. flokki karla og kvenna er deildin í samstarfi við Víði og Keflavík og leikið er undir nafninu Keflavík/Reynir/Víðir.

Arnar Smárason
Yfirþjálfari / 3. flokkur karla

Daði Bergþórsson
4. flokkur karla

Jón Ragnar Ástþórsson
5. & 6. flokkur karla

Rúnar Gissurarson
7. flokkur karla

Guðmundur G. Gunnarsson
7. flokkur karla

Sigurður Hilmar Guðjónsson
3. flokkur kvenna RKV

Skúli Sigurðsson
4. flokkur kvenna RKV

Sólrún Sigvaldadóttir
5. & 6. flokkur kvenna RKV

Viktoría Sól Sævarsdóttir
7. flokkur kvenna RV

Eva Rut Vilhjálmsdóttir
8. flokkur karla/kvenna

Knattspyrnufélagið Reynir Sandgerði

Það var sunnudaginn 15. september 1935 sem nokkrir ungir menn úr Sandgerði komu saman í skólahúsinu sem þá stóð við Skólatjörnina og stofnuðu félag til að spila saman knattspyrnu. Félagið ákváðu þeir að nefna Knattspyrnufélagið Reyni. Á stofnfundinum var jafnframt ákveðið hvernig búningar félagsins ættu að vera og er enn í dag farið eftir þeirri ákvörðun. Reynismerkið, sem allir þekkja, varð hins vegar ekki til fyrr en um 25 árum seinna þegar Sveinn Pálsson, teiknaði upp merkið á blað í eldhúsinu heima hjá sér.