Þjálfarateymi Knattspyrnudeildar Reynis 2021-2022

„Enginn einstaklingur getur unnið leik sjálfur.“ – Pele

Haraldur Feyr Guðmundsson þjálfar meistaraflokk Reynis en honum til aðstoðar er Luka Jagacic. Halli tók við meistaraflokk í lok árs 2017 og var liðið þá í 4. deild. Luka gekk til liðs við Reyni árið 2019 sem leikmaður en hann lenti í því að rífa liðþófa rétt fyrir tímabilið og lék því ekki leik með félaginu. Luka setti skóna upp á hilluna í framhaldinu og kom inn í teymið sem aðstoðarþjálfari.

Haraldur Freyr Guðmundsson
Þjálfari

Luka Jagacic
Aðstoðarþjálfari

Aron Elís Árnason
Markmannsþjálfari

Davíð Smári Árnason
Liðstjóri

Knattspyrnufélagið Reynir Sandgerði

Það var sunnudaginn 15. september 1935 sem nokkrir ungir menn úr Sandgerði komu saman í skólahúsinu sem þá stóð við Skólatjörnina og stofnuðu félag til að spila saman knattspyrnu. Félagið ákváðu þeir að nefna Knattspyrnufélagið Reyni. Á stofnfundinum var jafnframt ákveðið hvernig búningar félagsins ættu að vera og er enn í dag farið eftir þeirri ákvörðun. Reynismerkið, sem allir þekkja, varð hins vegar ekki til fyrr en um 25 árum seinna þegar Sveinn Pálsson, teiknaði upp merkið á blað í eldhúsinu heima hjá sér.