Félagsheimili Reynis

Félagsheimili Knattspyrnufélagsins, Reynisheimilið, stendur við Stafnesveg 7 í Sandgerði. Húsið var byggt af félaginu og Sandgerðisbæ árin 1995-2000.
Á efri hæð hússins er stór salur en hann er góður fyrir veislur og mannfagnaði eins og fermingarveislur, brúðkaup, erfidrykkju. Einnig hentar salurinn sérstaklega vel fyrir fundi, kennslu og fyrirlestra en skjávarpi og stórt tjald er á staðnum.