Félagið

Afmæliskveðja til Ungmennafélagsins Þróttar

Afmæliskveðja til Ungmennafélagsins Þróttar 940 600 Knattspyrnufélagið Reynir

Þann 23. október 1932 var Ungmennafélagið Þróttur stofnað í Vogum. Þróttarar fagna því 90 ára afmæli félagsins síns um þessar mundir.

Reynisfólk hugsar með hlýhug til þessara appelsínugulu nágranna sinna og sendir þeim kærar afmæliskveðjur á þessum tímamótum.

Megi Þróttur halda áfram að vera kraftmikið og líflegt félag sem ekki aðeins bætir samfélagið sitt í Vogum heldur sendir gleðistrauma til íþróttaáhugafólks um allt land.

Afmæliskveðja til Knattspyrnufélagsins Víðis

Afmæliskveðja til Knattspyrnufélagsins Víðis 960 640 Knattspyrnufélagið Reynir

Í dag, 11. maí, eru liðin 86 ár frá því að Knattspyrnufélagið Víðir í Garði var stofnað. Við hjá Knattspyrnufélaginu Reyni sendum kærar kveðjur og hamingjuóskir til Víðisfólks nær og fjær á afmælisdeginum. Saga þessara tveggja félaga er samofin bæði innan vallar og utan enda Víðisfélagið stofnað aðeins ári á eftir að Reynir varð til. Það er líka fátt skemmtilegra í íþróttum en góður nágrannarígur.

Í dag eiga félögin það sameiginlega hagsmunamál að aðstaða til íþrótta í Suðurnesjabæ verði bætt og íþróttastarf í bænum eflt og þurfa að snúa bökum saman í því verkefni. Það breytir þó ekki þeirri staðreynd að Reynisfólk hlakkar alltaf til næsta sigurs á Víði og við treystum að Víðisfólk hugsi eins til Reynis.

Hreinsun á knattspyrnusvæðinu

Hreinsun á knattspyrnusvæðinu 1536 966 Knattspyrnufélagið Reynir

Vaskur hópur úr sumarvinnu Suðurnesjabæjar hefur verið að störfum á knattspyrnusvæði Reynis síðustu vikuna. Þau hafa unnið frábært verk eins og má greinilega sjá á myndum hér að neðan og kunnum við þeim bestu þakkir fyrir.

Þess má geta að á áætlun þetta sumarið er að laga þakkant á Reynisheimilnu og nú í vor var skipt um lofttúður úr klefum. Það voru Kiddi Halldórs og félagar í Blikksmiðju Suðurnesja sem sáu um verkið og er ásýnd hússins allt önnur eftir endurbæturnar.

Aðalfundur KSF Reynis

Aðalfundur KSF Reynis 2560 2097 Knattspyrnufélagið Reynir

Aðalfundur Knattspyrnufélagsins Reynis fór fram þriðjudaginn 8. júní sl. kl 20:00  í Reynisheimilinu. Til fundarins var boðað með viku fyrir var og sátu 15 félagar fundinn.

 

Sigursveinn Bjarni Jónsson setti fundinn f.h. þá sitjandi aðalstjórnar og lagði til að hann sjálfur yrði fundarstjóri og Ástrós Jónsdóttir fundarritari. Voru báðar tillögur samþykktar með lófaklappi. Fundarstjóri lagði til að liðir 11, 12 og 13 í dagskrá fundarins verði færðir fram og var það samþykkt. Fram kom tillaga að stjórn í heild sinni:

 

Ólafur Þór Ólafsson, formaður

Árni Sigurpálsson, gjaldkeri

Hannes Jón Jónsson, ritari

Jóhann Jóhannsson, varamaður

Stefán Þór Sigurbjörnsson, varamaður

 

Tillagan var samþykkt samhljóða.

 

Fundarstjóri lagði til að fundinum yrði frestað og verði framhaldið eigi síðar en 30. nóvember 2021. Samþykkt samhljóða.

 

Fundinum var slitið kl 20:20