


Boðað er til auka aðalfundar Knattspyrnufélagsins Reynis. Fundurinn fer fram fimmtudaginn 11. september 2025 í Reynisheimilinu við Stafnesveg í Sandgerði og hefst kl. 20:00.
Dagskrá (liðir sem var frestað á aðalfundi sem fór fram 13.02.2025):
Samkvæmt 9. gr. laga félagsins hafa allir skuldlausirfélagsmenn 16 ára og eldri tillögurétt og málfrelsi og atkvæðisrétt á aðalfundi félagsins.
Aðalstjórn Knattspyrnufélagsins Reynis







Mánudaginn 12. maí 2025 fór fram auka aðalfundur hjá Ksf. Reyni í Samkomuhúsinu í Sandgerði þar sem á dagskrá var tillaga að stofnun nýs íþróttafélags í Suðurnesjabæ á grunni Reynis og Víðis og að allt íþróttastarf á vegum Ksf. Reynis færist til þess félags. Tillagan byggði á viljayfirlýsingu sem íþróttafélögin tvö gerðu með Suðurnesjabæ í október 2024.
Góð mæting var á fundinn og greiddu alls 168 Reynisfélagar atkvæði um tillöguna. Já sögðu 29 en nei sögðu 138. Ein seðill var auður. Tillagan var því felld.
Vakin er athygli á breyttri staðsetningu auka aðalfundar Ksf. Reynis mánudaginn 12. maí n.k. Fundurinn mun fara fram í Samkomuhúsinu í Sandgerði og hefst kl. 20:00. Auglýsingu fundarins má sjá hér:
Auka aðalfundur Knattspyrnufélagsins Reynis
í Reynisheimilinu, mánudaginn 12. maí 2025 kl. 20:00
Boðað er til auka aðalfundar Knattspyrnufélagsins Reynis. Fundurinn fer fram mánudaginn 12. maí 2025 í Samkomuhúsinu í Sandgerði og hefst kl. 20:00.
Dagskrá:
- Afgreiðsla á tillögu um stofnun nýs íþróttafélags í Suðurnesjabæ“.
Samkvæmt 9. gr. laga félagsins hafa allir skuldlausir félagsmenn 16 ára og eldri tillögurétt og málfrelsi og atkvæðisrétt á aðalfundi félagsins.
Aðalstjórn Knattspyrnufélagsins Reynis
TILLAGA AÐ STOFNUN NÝS ÍÞRÓTTAFÉLAGS Í SUÐURNESJABÆ
Kynningarfundur í Reynisheimilinu
mánudaginn 5. maí 2025 kl. 20:00
Á dagskrá er kynning á tillögu að stofnun nýs íþróttafélags í Suðurnesjabæ og umræður um hana. Kosið verður um tillöguna á auka aðalfundi Ksf. Reynis sem mun fara fram 12. maí 2025.
Kynningarfundurinn er öllum opinn og á honum mun fólki gefast kostur á því að skrá sig sem félaga í Knattspyrnufélagið Reyni.
Aðalstjórn Knattspyrnufélagsins Reynis