Posts By :

Andri Þór Ólafsson

Dregið í Reynislukku

Dregið í Reynislukku 1800 825 Knattspyrnufélagið Reynir

Dregið var í Reynislukkunni mánudaginn 17. nóvember.

Vinningar komu á eftirtalin númer:

1 Icelandair Cargo 50.000 kr. Gjafabréf hjá Icelandair 200
2 Bílasprautun Magga Jóns 60.000 kr. Gjafabréf 190
3 Bílasprautun Magga Jóns 60.000 kr. Gjafabréf 374
4 Dalahótel Gisting fyrir tvo með morgunverði 154
5 Hótel Örk Gisting fyrir tvo með morgunverði 329
6 Courtyard Gisting fyrir tvo með morgunverði 88
7 Courtyard Gisting fyrir tvo með morgunverði 179
8 Bláa Lónið Comfort aðgangur fyrir tvo 218
9 Bláa Lónið Comfort aðgangur fyrir tvo 241
10 VSFS Vikudvöl í orlofshúsi 254
11 VSFS Vikudvöl í orlofshúsi 328
12 Flísar og Fúga 25.000 kr. Gjafabréf hjá Jóa Útherja 55
13 HRH Lagnir 20.000 kr. Gjafakort 425
14 Blikksmiðja Suðurnesja 20.0000 kr Gjafakort í BYKO 71
15 Blikksmiðja Suðurnesja 20.0000 kr Gjafakort í BYKO 283
16 Henry Ásgeirsson 15.000 kr. Gjafakort hjá 66°Norður 482
17 Henry Ásgeirsson 15.000 kr. Gjafakort hjá 66°Norður 123
18 Bókhald og vit 15.000 kr. Bónuskort 101
19 Bókhald og vit 15.000 kr. Bónuskort 292
20 Íþróttamiðstöð Suðurnesjabæjar Mánaðarkort 139
21 Íþróttamiðstöð Suðurnesjabæjar Mánaðarkort 113
22 GSG Gjafabréf fyrir tvo í golf á Kirkjubólsvelli 332
23 GSG Gjafabréf fyrir tvo í golf á Kirkjubólsvelli 62
24 GSG Gjafabréf fyrir tvo í golf á Kirkjubólsvelli 84
25 GSG Gjafabréf fyrir tvo í golf á Kirkjubólsvelli 105
26 GSG Gjafabréf fyrir tvo í golf á Kirkjubólsvelli 339
27 GSG Gjafabréf fyrir tvo í golf á Kirkjubólsvelli 111
28 GSG Gjafabréf fyrir tvo í golf á Kirkjubólsvelli 51
29 GSG Gjafabréf fyrir tvo í golf á Kirkjubólsvelli 300
30 GSG Gjafabréf fyrir tvo í golf á Kirkjubólsvelli 469
31 GSG Gjafabréf fyrir tvo í golf á Kirkjubólsvelli 320
32 TOYOTA Reykjanesbær Gjafabréf í þrif 230
33 Steinabón 12.500 kr. Inneign í verslun 135
34 BYKO + Skartsmiðjan 10.000 kr. Gjafabréf + Föndurpakki 233
35 BYKO + Skartsmiðjan 10.000 kr. Gjafabréf + Föndurpakki 54
36 Kjörbúðin + Húsasmiðjan 10.000 kr. Gjafabréf + Skrúfutaska 477
37 Kjörbúðin + Húsasmiðjan 10.000 kr. Gjafabréf + Skrúfutaska 295
38 Einhamar + Bílageirinn Gjafabréf + Gjöf 160
39 Einhamar + Bílageirinn Gjafabréf + Gjöf 196
40 AG Pípulagnir + Zpez Óskaskrín + Gjafapakki 357
41 K. Steinarsson + Brynja Guðmunds Óskaskrín + Gjafabréf 76
42 Ferðaþjónusta Reykjaness + Skyndi Óskaskrín + Gjöf 98
43 Smávélaþjónustan + Manicure naglaskólinn Óskaskrín + Gjöf 474
44 Kaffi Krús + Húsasmiðjan Gjafabréf + Verkfærataska 354

Hægt verður að vita vinninga í Reynisheimilinu fimmtudaginn frá kl. 17:30-18:30. Einnig er hægt að hafa samband í síma 698-5283 (Hjördís) til 31. desember 2025.

Takk enn og aftur fyrir stuðninginn og við óskum vinningshöfum innilega til hamingju!

 

Tommy Nielsen er nýr þjálfari meistaraflokks

Tommy Nielsen er nýr þjálfari meistaraflokks 2276 1541 Knattspyrnufélagið Reynir

Tommy Fredsgaard Nielsen hefur verið ráðinn þjálfari meistaraflokk karla í knattspyrnu hjá Knattspyrnufélaginu Reyni Sandgerði fyrir næsta leiktímabil. Skrifað var undir samning við Tommy í Reynisheimilinu í Sandgerði laugardaginn 1. nóvember.

Arnór Siggeirsson sem spilaði með liðinu síðastliðið sumar skrifaði einnig undir samning sem aðstoðarþjálfari og leikmaður fyrir komandi tímabil. Þá skrifuðu leikmennirnir Valur Magnússon og Alex Reynisson undir samninga en báðir léku þeir með félaginu á síðasta tímabili.

Hópur félagsmanna var viðstaddur undirskriftina en boðið var upp á súpu og brauð frá Magnúsi Þórissyni á Réttinum og sköpuðust góðar umræður um það sem framundan er.

Hannes Jón Jónsson nýkjörinn formaður knattspyrnudeildarinnar lítur komandi tímabil björtum augum og er ánægður með ráðningu nýrra þjálfara. „Við fórum nýja leið í ár og auglýstum eftir aðalþjálfara til stýra liðinu á komandi tímabili. Við fengum rúmlega 20 umsóknir sem kom skemmtilega á óvart og voru nokkrar mjög góðar. Stjórnin var þó sammála um að bjóða Tommy verkefnið. Við erum mjög ánægð með ráðninguna og hlökkum til samstarfsins“.

Tommy Fredsgaard Nielsen hefur mikla reynslu í knattspyrnuheiminum bæði sem leikmaður og þjálfari. Hann lék meðal annars með AGF í Danmörku áður en hann kom til Íslands þar sem hann spilaði lengst af með FH og Fjallabyggð. Tommy hefur einnig sinnt þjálfun síðustu ár m.a. hjá FH í fjögur ár, Þrótti, Víði og Grindavík. Tommy segist spenntur fyrir starfinu og hlakkar til þess að vinna með öflugu liði Reynis. „Liðið stóð sig vel í sumar þar sem það hafnaði í 5. sæti 3. deildar. Við sjáum fyrir okkur að byggja liðið áfram upp á heimamönnum og tel ég að við höfum alla burði til þess að ná góðum árangri næsta sumar. Ég hlakka til þess að takast á við þetta metnaðarfulla verkefni og leggja mitt af mörkum fyrir Reyni Sandgerði“ sagði Tommy í kjölfar undirritunar.

———————

Frekari upplýsingar veita:

Hannes Jón Jónsson, formaður knattspyrnudeildar í síma: 861-9891

Marino Oddur Bjarnason, varaformaður knattspyrnudeildar í síma: 696-2677

Knattspyrnudeild Reynis auglýsir eftir þjálfara

Knattspyrnudeild Reynis auglýsir eftir þjálfara 940 600 Knattspyrnufélagið Reynir

Knattspyrnufélagið Reynir, knattspyrnudeild, auglýsir eftir þjálfara til starfa vegna meistaraflokk karla fyrir tímabilið 2025-2026.

Félagið sem í ár fagnaði 90 ára afmæli sínu spilar í 3. deild Íslandsmóts KSÍ en liðið hafnaði í 5. sæti deildarinnar sumarið 2025.

Leitað er eftir öflugum og metnaðarfullum þjálfara sem er tilbúinn til að leiða starf meistaraflokks karla fyrir tímabilið 2025-2026, eða lengur.

Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.

Menntunar- og hæfniskröfur

– Þjálfaramenntun er skilyrði eða áætlun um að mennta sig sem þjálfari

– Æskilegt er að umsækjandi hafi reynslu af þjálfun í knattspyrnu

– Krafist er framúrskarandi leiðtoga- og samskiptahæfileika

– Mikilvægt er að viðkomandi geti unnið sjálfstætt, undir álagi og hafi hæfileika til að vinna með öðrum

– Jákvæðni, frumkvæði og drifkraftur

– Almenn tölvufærni og hæfni til að tjá sig í rituðu og töluðu máli, á íslensku og ensku

– Hreint sakavottorð er skilyrði

Um starfið

– Umsjón með skipulagningu æfinga og leikja

– Þátttaka í mótum

– Samskipti við stjórn og leikmenn

– Þátttaka í starfi félagsins eins og við á hverju sinni

Umsóknarfrestur er til og með mánudeginum 27. október 2025.

Umsóknir og kynninngarbréf þar sem gerð er grein fyrir áhuga á starfinu skulu sendar á netfangið hannesjonsson73@gmail.com

Frekari upplýsingar um þjálfarastarfið veita:

Hannes Jón Jónsson, formaður knattspyrnudeildar í síma: 861-9891
Marino Oddur Bjarnason, varaformaður knattspyrnudeildar í síma: 696-2677

Öllum umsóknum verður svarað og farið með þær sem trúnaðarmál.

Ný stjórn knattspyrnudeildar

Ný stjórn knattspyrnudeildar 940 600 Knattspyrnufélagið Reynir

Á aðalfundi knattspyrnudeildar Reynis sem fór fram miðvikudaginn 1. október var ný stjórn deildarinnar kjörin.

Ný stjórn er þannig skipuð:

Hannes Jón Jónsson, formaður
Marinó Oddur Bjarnason, varaformaður
Margrét Bjarnadóttir, gjaldkeri
Bergný Jóna Sævarsdóttir, ritari
Ómar Svavarsson, meðstjórnandi
Jóhann Jóhannsson, meðstjórnandi
Haukur Sveinn Hauksson, meðstjórnandi
Guðmundur Fannar Sigurbjörnsson, varamaður
Eyþór Örn Haraldsson, varamaður
Heiða Rafnsdóttir, varamaður

Nýkjörin stjórn þakkar fráfarandi stjórnarmönnum fyrir þeirra framlag til félagsins og hlakkar til að takast við þau fjölmörgu verkefni sem deildin sinnir.

Aðalfundur knattspyrnudeildar

Aðalfundur knattspyrnudeildar 940 600 Knattspyrnufélagið Reynir

Boðað er til aðalfundar knattspyrnudeildar Knattspyrnufélagsins Reynis. Fundurinn fer fram miðvikudaginn 1. október 2025 í Reynisheimilinu við Stafnesveg í Sandgerði og hefst kl. 19:30.

 Á dagskrá eru hefðbundin aðalfundarstörf samkvæmt lögum Knattspyrnufélagsins Reynis.

Allir skuldlausir félagsmenn deildarinnar, 16 ára og eldri, hafa atkvæðisrétt og kjörgengi á aðalfundi deildarinnar.

Stjórn knattspyrnudeildar
Knattspyrnufélagsins Reynis

Sveinn Pálsson sæmdur gullmerki KSÍ

Sveinn Pálsson sæmdur gullmerki KSÍ 2048 1536 Knattspyrnufélagið Reynir

Það var viðeigandi að 15. september 2025, á 90. ára afmælisdegi Knattspyrnufélagsins Reynis, væri Sveinn Pálsson sæmdur gullmerki Knattspyrnusambands Íslands. Sveinn er fæddur árið 1924, er heiðurfélagi í Reyni og eini núlifandi stofnfélagi félagsins. Þá er hann höfundur að hinu glæsilega merki Reynisfélagsins sem allt Reynisfólk er ákaflega stolt af. Það var Þorvaldur Örlygsson, formaður KSÍ, sem sæmdi Svein gullmerkinu á heimili hans í Garðabæ og með honum voru Eysteinn Pétur Lárusson framkvæmdastjóri KSÍ og Andri Þór Ólafsson formaður knattspyrndudeildar Reynis.

Knattspyrnufélagið Reynir óskar Sveini Pálssyni til hamingju með heiðurinn og þakkar honum ómetanlegt framlag til félagsins.


Frá vinstri: Sveinn Pálsson og Þorvaldur Örygsson, formaður KSÍ 


Frá vinstri: Andri Þór Ólafsson, formaður KSD Reynis, Sveinn Pálsson og Þorvaldur Örlygsson, formaður KSÍ

Myndir: Eysteinn Pétur Lárusson/KSÍ

Ný aðalstjórn Ksf. Reynis

Ný aðalstjórn Ksf. Reynis 940 600 Knattspyrnufélagið Reynir
Á auka aðalfundi knattspyrnufélgsins Reynis sem fór fram 11. september s.l. var ný aðalstjórn félagsins kjörin. Fráfarandi stjórn gaf ekki kost á sér til endurkjörs en hún var skipuð Ólafi Þór Ólafssyni, Guðrúnu Helgadóttur, Hannesi Jóni Jónssyni og varamönnunum Jóhanni Jóhannssyni og Stefáni Þór Sigurbjörnssyni.
Ný aðalstjórn Ksf. Reynis er þannig skipuð:
Ari Gylfason, formaður
Hafsteinn Rúnar Helgason, gjaldkeri
Ómar Svavarsson, ritari
Arnar Óskarsson, varamaður
Sveinn Hans Gíslason, varamaður

Reynisfólk heiðrað af KSÍ og ÍSÍ

Reynisfólk heiðrað af KSÍ og ÍSÍ 2560 1707 Knattspyrnufélagið Reynir
Föstudaginn 29. ágúst s.l. var haldin 90 ára afmælishátíð Knattspyrnufélagsins Reynis í Samkomuhúsinu í Sandgerði. Bæði Knattspyrnusamband Íslands og Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands notuðu tækifæri til þess að veita Reynisfólki viðurkenningar.
Allt einstaklingar sem eiga það sameiginlegt að hafa lagt líf og sál í íþróttastarf á vegum Ksf. Reynis. Knattspyrnusamband Íslands veitti nokkrum einstaklingum silfurmerki og gullmerki KSÍ.
Þau Andri Þór Ólafsson, Árni Sigurpálsson, Árni Þór Rafsson, Ástrós Jónsdóttir, Ásvaldur Ragnar Bjarnason; Heiða Rafnsdóttir, Jón Bjarni Sigursveinsson, Ómar Svavarsson og Valdís Fransdóttir voru sæmd silfurmerki KSÍ. Þeir Hannes Jón Jónsson, Magnús Þórisson og Sigursveinn Bjarni Jónsson voru sæmdir gullmerki KSÍ. Þá var Ólafur Þór Ólafsson sæmdur silfurmerki Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands.
Nýir handhafar silfurmerkis KSÍ (talið frá vinstri): Eysteinn Pétur Lárusson, framkvæmdastjóri KSÍ; Jón Bjarni Sigursveinsson; Ástrós Jónsdóttir; Andri Þór Ólafsson; Árni Þór Rafnsson; Heiða Rafnsdóttir; Ómar Svavarsson; Sigupáll Árnason (f.h. föður síns Árna Sigupálssonar); Valdís Fransdóttir; Ingi Sigurðsson, varaformaður KSÍ; og fremstur er Ástvaldur Ragnar Bjarnason.
Nýir handhafar gullmerkis KSÍ (talið frá vinstri): Eysteinn Pétur Lárusson, framkvæmdastjóri KSÍ; Hannes Jón Jónsson; Sigursveinn Bjarni Jónsson; Magnús Þórisson; og Ingi Sigurðsson, varaformaður KSÍ.
Hafsteinn Pálsson, stjórnarmaður í Íþrótta- og Ólympíusambandi Íslands, og Ólafur Þór Ólafsson handhafi silfurmerkis ÍSÍ.

Aðalfundur körfuknattleiksdeildar Ksf. Reynis

Aðalfundur körfuknattleiksdeildar Ksf. Reynis 940 600 Knattspyrnufélagið Reynir

Boðað er til aðalfundar körfuknattleiksdeildar Knattspyrnufélagsins Reynis. Fundurinn fer fram fimmtudaginn 18. september 2025 í Reynisheimilinu við Stafnesveg í Sandgerði og hefst kl. 18:30.

 Á dagskrá eru hefðbundin aðalfundarstörf samkvæmt lögum Knattspyrnufélagsins Reynis.

Allir skuldlausir félagsmenn deildarinnar. 16 ára og eldri, hafa atkvæðisrétt og kjörgengi á aðalfundi deildarinnar.

Stjórn körfuknattleiksdeildar
Knattspyrnufélagsins Reynis

Auka aðalfundur Knattspyrnufélagsins Reynis

Auka aðalfundur Knattspyrnufélagsins Reynis 940 600 Knattspyrnufélagið Reynir

Boðað er til auka aðalfundar Knattspyrnufélagsins Reynis. Fundurinn fer fram fimmtudaginn 11. september 2025 í Reynisheimilinu við Stafnesveg í Sandgerði og hefst kl. 20:00.

Dagskrá (liðir sem var frestað á aðalfundi sem fór fram 13.02.2025):

1. Kosinn formaður
2. Kosnir 2 meðstjórnendur.
3. Kosning 2 manna í varastjórn.

Samkvæmt 9. gr. laga félagsins hafa allir skuldlausirfélagsmenn 16 ára og eldri tillögurétt og málfrelsi og atkvæðisrétt á aðalfundi félagsins.

Aðalstjórn Knattspyrnufélagsins Reynis