Posts By :

Andri Þór Ólafsson

Sindri Lars, Helgi og Valur áfram

Sindri Lars, Helgi og Valur áfram 2560 1920 Knattspyrnufélagið Reynir

Sandgerðingarnir Sindri Lars Ómarsson, Helgi Rúnar Hafsteinsson og Valur Þór Magnússon hafa allir skrifað undir samning um að leika með Reyni tímabilið 2025.

Sindri Lars er 26 ára bakvörður og hefur verið einn af lykilmönnum liðsins um árabil en hann á að baki 210 leiki í öllum keppnum í meistaraflokki og hefur skorað í þeim 13 mörk.

Helgi Rúnar er 20 ára miðjumaður en hann á að baki 13 leiki í meistaraflokki og þar af sex leiki á nýafstöðu tímabili. Hann kom með ferskan blæ inn í liðið síðasta sumar og verður gaman að sjá Helga spreyta sig á komandi tímabili.

Valur Þór er 20 ára kantmaður sem á að baki 12 leiki í meistaraflokki og hefur skorað í þeim tvö mörk. Hann var óheppinn með meiðsli síðasta sumar og náði því aðeins að leika fjóra leiki í 2. deild.

Stjórn ksd. Reynis fagnar þessum tíðindum og bindur miklar vonir við Sandgerðinganna á komandi sumri.

Ray tekur slaginn næsta tímabilið

Ray tekur slaginn næsta tímabilið 1600 1067 Knattspyrnufélagið Reynir

Knattspyrnudeild Reynis og Ray Antony Jónsson hafa komist að samkomulagi um að framlengja samning hans út tímabilið 2025. Ray kom til Reynis árið 2023 og verður þetta því hans þriðja ár með liðið.

“Við erum ekki komnir þangað sem við viljum vera og því heldur vinnan okkar áfram. Ég er glaður að hafa fengið traustið til að halda áfram með liðið” sagði Ray af þessu tilefni.

Vinna við ráðningu aðstoðarþjálfara er í fullum gangi og er von á frekari fréttum innan tíðar.

Knattspyrnudeildin hefur auk þess komist að samkomulagi við Hubert Kotus og Sindra Þór Guðmundsson um að þeir yfirgefi félagið.

Viljayfirlýsing um undirbúning að stofnun nýs íþróttafélags í Suðurnesjabæ

Viljayfirlýsing um undirbúning að stofnun nýs íþróttafélags í Suðurnesjabæ 1600 1100 Knattspyrnufélagið Reynir

Þriðjudaginn 29. október 2024 var undirrituð viljayfirlýsing á milli Knattspyrnufélagsins Reynis, Knattspyrnufélagsins Víðis og Suðurnesjabæjar um undirbúning á stofnun nýs íþróttafélags í Suðurnesjabæ. Stofnaður verður stýrihópur skipaður fulltrúum frá þessum þremur aðilum til að halda utan um verkefnið með það að markmiði að nýtt félag verði formlega stofnað í október eða nóvember 2025.

Stýrihópurinn mun skila áfangaskýrslu í febrúar 2025 sem verður lögð fyrir aðalfundi félaganna Reynis og Víðis. Í þeirri skýrslu komi fram tillögur að skipulagi á nýju félagi ásamt drögum að samningi milli Suðurnesjabæjar og hins nýja félags. Jafnframt á þar að liggja fyrir áframhaldandi tímalína vegna verkefnisins að stofnfundi félagsins. Hvort félag mun taka sína endanlegu ákvörðun gagnvart verkefninu á aðalfundunum sem fara fram í febrúar eða mars á næsta ári.

Í viljayfirlýsingunni kemur fram að markmiðin með því að vinna að stofnun nýs íþróttafélags séu eftirfarandi:

  • Auka fagmennsku og gæði í íþróttastarfinu.
  • Stuðla að fjölbreytni íþróttagreina.
  • Til verði eitt íþróttafélag sem samfélagið í Suðurnesjabæ sameinast um.
  • Stuðla að aukinni íþróttaiðkun hjá fólki á öllum aldri og af öllum kynjum.
  • Unnið verður markvisst að uppbyggingu á aðstöðu til íþróttaiðkunar í Suðurnesjabæ og bættri nýtingu núverandi mannvirkja.
  • Aukinn og markvissari stuðningur frá Suðurnesjabæ við hið nýja íþróttafélag.

 

Mynd: VF/Hilmar Bragi

Ksf Reynir – Félagsfundur

Ksf Reynir – Félagsfundur 2048 1536 Knattspyrnufélagið Reynir

FRAMTÍÐ ÍÞRÓTTASTARFS Í SUÐURNESJABÆ

Félagsfundur hjá Ksf. Reyni í Reynisheimilinu mánudaginn 28. október 2024 kl. 20:00

 

Á fundinum mun aðalstjórn Ksf. Reynis gera félögum grein fyrir því samtali sem hefur verið í gangi við Ksf. Víði og Suðurnesjabæ um framtíð íþróttastarfs í Suðurnesjabæ.

 

Fyrir hönd aðalstjórnar Knattspyrnufélagsins Reynis,

Ólafur Þór Ólafsson
formaður

Aðalfundur barna- og unglingaráðs

Aðalfundur barna- og unglingaráðs 2048 1536 Knattspyrnufélagið Reynir

Aðalfundur barna- og unglingaráðs knattspyrnudeildar Reynis fer fram í Reynisheimilinu mánudaginn 15. júlí nk. kl. 17:00. Á dagskrá eru hefðbundin aðalfundarstörf. Hvetjum allt Reynisfólk til að mæta og hafa áhrif á starfsemi yngri flokka deildarinnar.

Stjórn ksd. Reynis

Breytingar á þjálfarateymi meistaraflokks

Breytingar á þjálfarateymi meistaraflokks 940 600 Knattspyrnufélagið Reynir

Alexander Magnússon hefur óskað eftir að láta af störfum sem aðstoðarþjálfari meistaraflokks. Alli kom til Reynis haustið 2022 og á hans tíma náði liðið glæstum árangri með sigri í 3. deild karla á síðasta tímabili. Stjórn knattspyrnudeildar vill nota tækifærið og þakka Alla fyrir hans framlag til félagsins.

Guðmundur Andri Bjarnason og Scott Ramsay hafa bæst við þjálfarateymi meistaraflokks og verða Ray innan handar út tímabilið. Gummi lék lengst af á sínum ferli með Grindavík en hann á að baki nokkra leiki með Reyni sumarið 2010. Scotty er kominn aftur heim í Sandgerði en hann hóf sína vegferð á Íslandi í Reyni árið 1997 áður en hann hélt til Grindavíkur. Scotty á að baki 434 KSÍ leiki og þar af 195 leiki í efstu deild.

Stjórn knattspyrnudeildar Reynis bíður þá Gumma og Scotty hjartanlega velkomna!

Aðalfundur Knattspyrnufélagsins Reynis

Aðalfundur Knattspyrnufélagsins Reynis 940 600 Knattspyrnufélagið Reynir

Aðalfundur Knattspyrnufélagsins Reynis í Reynisheimilinu, föstudaginn 26. apríl 2024 kl. 16:00

Boðað er til aðalfundar Knattspyrnufélagsins Reynis 2024. Fundurinn fer fram föstudaginn 26. apríl 2024 í Reynisheimilinu við Stafnesveg í Sandgerði og hefst kl. 16:00.

Á dagskrá eru hefðbundin aðalfundarstörf í samræmi við 7. gr. laga félagsins.

Fundurinn er öllum opin, en samkvæmt 9. gr. laga félagsins eru það allir skuldlausir félagsmenn 16 ára og eldri sem hafa kjörgengi til stjórnastarfa, tillögurétt og málfrelsi á aðalfundi félagsins. Atkvæðisrétt hafa hins vegar einungis fulltrúar íþróttadeilda félagsins í samræmi við ákvæði sömu lagagreinar.

Fyrir hönd aðalstjórnar Knattspyrnufélagsins Reynis,

Ólafur Þór Ólafsson formaður

Afmæliskveðjur til Knattspyrnufélags Reykjavíkur

Afmæliskveðjur til Knattspyrnufélags Reykjavíkur 940 788 Knattspyrnufélagið Reynir

Knattspyrnfufélagið Reynir sendir afmæliskveðjur til Knattspyrnufélags Reykjavíkur sem í dag, 16. febrúar 2024, fagnað því að liðin eru 125 ár frá stofunun félagsins.

KR og Reynir er félög sem hafa í gegnum tíðina tengst sterkum böndum og hafa KR-ingar oft verið gestir okkar í Sandgerði á hátíðlegum stundum, svo sem á stórafmælum og í minningarleikjum um Magnús Þórðarson.

Megi samband þessara félaga halda áfram að blómstra í ókominni framtíð.

Dregið í Jólalukku Reynis 2023

Dregið í Jólalukku Reynis 2023 1800 825 Knattspyrnufélagið Reynir

Dregið var í Jólalukku Reynis í kvöld, föstudaginn 29. desember.

Vinningar komu á eftirtalin númer:

1. Icelandair Cargo – 50.000 kr. Gjafabréf hjá Icelandair 240
2. VSFS – Vikuleiga 269
3. VSFS – Vikuleiga 95
4. Rétturinn – 10 skiptakort 361
5. Grillmarkaðurinn/Fiskmarkaðurinn – Gjafabréf fyrir tvo í Tasting Menu 271
6. Tres Locos – Gjafabréf fyrir tvo í 6 rétta máltíð 219
7. HRH Lagnir – 20.000 kr. Gjafabréf hjá 66°norður 263
8. DUUS – 15.000 kr. Gjafabréf 105
9. DUUS – 15.000 kr. Gjafabréf 125
10. Sæta Svínið – 15.000 kr. Gjafabréf 389
11. Apotek – Gjafabréf fyrir tvo í Afternoon tea 299
12. TOS – 15.000 kr. Gjafabréf í Byko 330
13. TOS – 15.000 kr. Gjafabréf í Byko 383
14. TOS – 15.000 kr. Gjafabréf í Húsasmiðjunni 331
15. TOS – 15.000 kr. Gjafabréf í Húsasmiðjunni 62
16. Flísar og Fúga – 15.000 kr. Gjafabréf í Minigarðinn 417
17. Flísar og Fúga – 15.000 kr. Gjafabréf í Minigarðinn 178
18. Nesmúr – 15.000 kr. Gjafabréf í Bónus 432
19. Blue Carrental – Alþrif 351
20. GSG – Golfhringur fyrir tvo 279
21. GSG – Golfhringur fyrir tvo 2
22. Enterprise – Gjafabréf hjá Islandia 171
23. Enterprise – Gjafabréf hjá Islandia 253
24. Steinabón – 12.500 kr. Gjafabréf 353
25. Íþróttamiðstöð Sandgerðis – 10 skipta þrekkort 465
26. Íþróttamiðstöð Sandgerðis – 10 skipta þrekkort 411
27. Verma – 10.000 kr. Gjafabréf 28
28. Vörudreifing – 10.000 kr. Gjafabréf í Hagkaup 33
29. Geo Silica – 10.000 kr. Gjafapakki 160
30. Geo Silica – 10.000 kr. Gjafapakki 494
31. Fjallkonan – 10.000 kr. Gjafabréf í Brunch 51
32. Bókhald og vit – 10.000 kr. Bónuskort 32
33. Bókhald og vit – 10.000 kr. Bónuskort 77
34. 17.is – Gjafabréf 391
35. AtlantikH – Veski & iStay – Konfektkassi 182
36. AtlantikH – Veski & iStay – Konfektkassi 80
37. AtlantikH – Veski & iStay – Konfektkassi 345
38. AtlantikH – Veski & iStay – Konfektkassi 35
39. AtlantikH – Veski & Fúsi – Quality Steet 560
40. Ferðaþjónusta Reykjaness – Óskaskrín Brunch & Fúsi – Quality Street 285
41. Brons – 55 mín píla & Altis – Gjafapakki 229
42. Brons – 55 mín píla & Toyota – Lego 430
43. Sólning – Gjafabréf í umfelgun & Dominos – Gjafabréf 422
44. Sólning – Gjafabréf í umfelgun & Dominos – Gjafabréf 252

 

Hægt verður að vita vinninga í Reynisheimilinu laugardaginn 30. desember frá kl 12-13. Einnig er hægt að hafa samband í síma 698-5283 (Hjördís) til 31. janúar 2024.

Takk enn og aftur fyrir stuðninginn og við óskum vinningshöfum innilega til hamingju!

Reynismenn leika á Brons vellinum

Reynismenn leika á Brons vellinum 2560 1900 Knattspyrnufélagið Reynir

Reynismenn munu leika á Brons vellinum sumarið 2023 en á dögunum undirrituðu Þorsteinn Þorsteinsson, einn af eigendum Brons, og Andri Þór Ólafsson, formaður knattspyrnudeildar Reynis, samning þess efnis.

Þorsteinn segist spenntur fyrir samstarfinu. “Við bræður höfum staðið við bakið á Reynismönnum lengi, bæði af og á velli og frábært að halda því áfram og nú í gegnum nýjasta vörumerkið okkar, Brons.”

Brons Keflavík er sportbar sem opnaður var í lok síðasta árs í húsnæði þar sem Bókabúð Keflavíkur var til margra áratuga. Eigendur eru bræðurnir Magnús Sverrir og Þorsteinn Þorsteinssynir og makar þeirra.

“Við höfum átt í frábæru samstarfi við þá bræður síðustu ár og við erum mjög ánægð með að halda því farsæla samtarfi áfram á Brons vellinum. Það er mjög mikilvægt fyrir okkur að vera með öflugt bakland fyrirtækja sem styðja vel við sitt nærsamfélag.”  sagði Andri við undirritun samnings.

Fyrsti leikur meistaraflokks í Íslandsmótinu verður á Brons vellinum laugardaginn 6. maí nk. kl 16 gegn Magna frá Grenivík.