Leikurinn í kvöld þar sem spilað var til úrslita í 2 deildinni var alveg peninganna virði. Áhorfendur vel með á nótunum og trommusveit ÍA hélt uppi fjörinu á pöllunum.
Reynismenn byrjuðu betur og keyrðu hratt upp völlinn og komust 11 stigum yfir um miðjan leikhlutann 15-6. En skagamenn komu til baka og munurinn fjögur stig eftir fyrsta leikhluta 25-21.
Skagamenn pressuðu síðan mjög stíft og gerðu Reynismönnum erfitt fyrir komust í fyrsta skipti yfir á 16 mínútu 31-33 en heimamenn settu síðustu fimm og þar á meðal setti Davíð niður þrist frá miðju þegar 0,1 sek var eftir og jafnaði leikinn fyrir hlé 43-43.
Þriðji leikhluti var í járnun allt þar til að Garðar setur tvo þrista í röð fyrir heimamenn og allt í einu eru Reynismenn komnir átta stigum yfir fyrir lokaleikhlutann 67-59. Þrír Reynis þristar í röð í byrjun fjórða gáfu tóninn fyrir framhaldið.
Maggi Trausta var sjóðheitur og setti 18 stig í fjórða leikhluta og endaði þar með með 33 stig. Lokatölur 107 – 95 eftir hörkuleik.
Stigahæstir Reynismanna
Magnús Már 33 stig
Garðar Gísla 16
Davíð. 15
Jón Böðvars 10
Stigahæstir Skagamanna
Chaz Franklin 23 stig
Aron Elvar 15
Þórður. 14
Will Thompson. 13
Elías. 10
Gunnar 10