Frábær sigur gegn sterku liði Kára

Frábær sigur gegn sterku liði Kára 1200 978 Knattspyrnufélagið Reynir
Reynismenn tóku á móti Kára á BLUE vellinum föstudaginn sl. Káramenn komust yfir á 33 mínútu með marki úr vítaspyrnu en Kristófer Páll jafnaði fyrir okkar menn eftir laglega skyndisókn undir lok fyrri hálfleiks. Staðan var jöfn allt fram í uppbótartíma síðari hálfleiks þegar Hörður Sveinsson kom boltanum í netið eftir klafs í teig Káramanna en Hörður kom inn á sem varamaður örfáum mínútum fyrr. Frábær 2-1 sigur hjá okkar mönnum staðreynd.
Reynismenn sitja í öðru sæti 2. deildar með 6 stig eftir þrjá leiki.
Næsti leikur Reynis er gegn Leikni laugardaginn 29. maí kl 14 í Fjarðabyggðarhöllinni
Reynir 2 – 1 Kári (1-1)
2. deild karla á Blue vellinum í Sandgerði föstudaginn 21. maí 2021
Lið Reynis: Rúnar Gissurarson, Benedikt Jónsson, Birkir Freyr Sigurðsson (F), Krystian Wiktorowicz (Elfar Máni Bragason 83. mín), Unnar Már Unnarsson, Magnús Sverrir Þorsteinsson (Magnús Þórir Matthíasson 39 mín), Ási Þórhallssson, Elton Renato Livramento Barros, Edon Osmani, Fannar Orri Sævarsson (Sindri Lars Ómarsson 52 mín), Kristófer Páll Viðarsson (Hörður Sveinsson 89. mín)
Ónotaðir varamenn: Andri Már Ingvarsson, Óðinn Jóhannsson og Strahinja Pajic
Gul spjöld: Benedikt Jónsson (29. mín), Krystian Wiktorowicz (35. mín), Birkir Freyr Sigurðsson (45+3 mín), Magnús Þórir Matthíasson (45+4 mín), Sindri Lars Ómarsson (75. mín)
Rauð spjöld: Birkir Freyr Sigurðsson (90+4 mín)