Á auka aðalfundi knattspyrnufélgsins Reynis sem fór fram 11. september s.l. var ný aðalstjórn félagsins kjörin. Fráfarandi stjórn gaf ekki kost á sér til endurkjörs en hún var skipuð Ólafi Þór Ólafssyni, Guðrúnu Helgadóttur, Hannesi Jóni Jónssyni og varamönnunum Jóhanni Jóhannssyni og Stefáni Þór Sigurbjörnssyni.
Ný aðalstjórn Ksf. Reynis er þannig skipuð:
Ari Gylfason, formaður
Hafsteinn Rúnar Helgason, gjaldkeri
Ómar Svavarsson, ritari
Arnar Óskarsson, varamaður
Sveinn Hans Gíslason, varamaður