Föstudaginn 29. ágúst s.l. var haldin 90 ára afmælishátíð Knattspyrnufélagsins Reynis í Samkomuhúsinu í Sandgerði. Bæði Knattspyrnusamband Íslands og Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands notuðu tækifæri til þess að veita Reynisfólki viðurkenningar.
Allt einstaklingar sem eiga það sameiginlegt að hafa lagt líf og sál í íþróttastarf á vegum Ksf. Reynis. Knattspyrnusamband Íslands veitti nokkrum einstaklingum silfurmerki og gullmerki KSÍ.
Þau Andri Þór Ólafsson, Árni Sigurpálsson, Árni Þór Rafsson, Ástrós Jónsdóttir, Ásvaldur Ragnar Bjarnason; Heiða Rafnsdóttir, Jón Bjarni Sigursveinsson, Ómar Svavarsson og Valdís Fransdóttir voru sæmd silfurmerki KSÍ. Þeir Hannes Jón Jónsson, Magnús Þórisson og Sigursveinn Bjarni Jónsson voru sæmdir gullmerki KSÍ. Þá var Ólafur Þór Ólafsson sæmdur silfurmerki Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands.

Nýir handhafar silfurmerkis KSÍ (talið frá vinstri): Eysteinn Pétur Lárusson, framkvæmdastjóri KSÍ; Jón Bjarni Sigursveinsson; Ástrós Jónsdóttir; Andri Þór Ólafsson; Árni Þór Rafnsson; Heiða Rafnsdóttir; Ómar Svavarsson; Sigupáll Árnason (f.h. föður síns Árna Sigupálssonar); Valdís Fransdóttir; Ingi Sigurðsson, varaformaður KSÍ; og fremstur er Ástvaldur Ragnar Bjarnason.

Nýir handhafar gullmerkis KSÍ (talið frá vinstri): Eysteinn Pétur Lárusson, framkvæmdastjóri KSÍ; Hannes Jón Jónsson; Sigursveinn Bjarni Jónsson; Magnús Þórisson; og Ingi Sigurðsson, varaformaður KSÍ.

Hafsteinn Pálsson, stjórnarmaður í Íþrótta- og Ólympíusambandi Íslands, og Ólafur Þór Ólafsson handhafi silfurmerkis ÍSÍ.