Sveinn Pálsson sæmdur gullmerki KSÍ

Sveinn Pálsson sæmdur gullmerki KSÍ 2048 1536 Knattspyrnufélagið Reynir

Það var viðeigandi að 15. september 2025, á 90. ára afmælisdegi Knattspyrnufélagsins Reynis, væri Sveinn Pálsson sæmdur gullmerki Knattspyrnusambands Íslands. Sveinn er fæddur árið 1924, er heiðurfélagi í Reyni og eini núlifandi stofnfélagi félagsins. Þá er hann höfundur að hinu glæsilega merki Reynisfélagsins sem allt Reynisfólk er ákaflega stolt af. Það var Þorvaldur Örlygsson, formaður KSÍ, sem sæmdi Svein gullmerkinu á heimili hans í Garðabæ og með honum voru Eysteinn Pétur Lárusson framkvæmdastjóri KSÍ og Andri Þór Ólafsson formaður knattspyrndudeildar Reynis.

Knattspyrnufélagið Reynir óskar Sveini Pálssyni til hamingju með heiðurinn og þakkar honum ómetanlegt framlag til félagsins.


Frá vinstri: Sveinn Pálsson og Þorvaldur Örygsson, formaður KSÍ 


Frá vinstri: Andri Þór Ólafsson, formaður KSD Reynis, Sveinn Pálsson og Þorvaldur Örlygsson, formaður KSÍ

Myndir: Eysteinn Pétur Lárusson/KSÍ