Á fundi aðalstjórnar Ksf. Reynis, sem fór fram 31. júlí s.l. var samþykkt að auka aðalfundur félagsins muni fara fram fimmtudaginn 11. september n.k. Formlega verður boðað til fundarins með auglýsingu í byrjun september.
Kjöri stjórnar var frestað á aðalfundi sem fór fram í febrúar 2025 í ljósi tillögu um stofnun nýs íþróttafélags í Suðurnesjabæ sem þá lá fyrir. Á auka aðalfundi sem fór fram í maí felldu félagar í Ksf. Reyni þá tillögu, en ljóst að enn á kjör í stjórn eftir að fara fram. Það er mat aðalstjórnar að skynsamlegt sé að sá auka aðalfundur fari fram að lokinni afmælishátíð félagsins sem fram í lok ágúst. Með þeim hætti gefist tóm til að halda utan um skipulagningu og framkvæmd afmælishátíðarinnar. Jafnfram gefst félögum í Ksf. Reyni tími til að hugleiða hvort að þeir vilji gefa kost á sér til setu í aðalstjórn félagsins.