Reyniskonan Salóme Kristín Róbertsdóttir spilaði sinn fyrsta landsleik fyrir Ísland þegar hún var í byrjunarliði U-19 landsliðisins í 3-1 sigri á Skotlandi. Leikurinn fór fram fimmtudaginn 20. febrúar 2025 í Broadwood í Skotlandi, en þar spilar kvennalið Glasgow Rangers heimaleiki sína. Hún er þar með kominn í góðan hóp Reynisfólks sem hefur leikið fyrir Íslands hönd í gegnum árin.
Salóme Kristín hefur æft og spilað knattspyrnu frá unga aldri. Hún fór í gegnum yngri flokka starf Reynis, en í kvennaknattspyrnu hefur það verið í samstarfi við Víði og Keflavík. Árið 2023 skipti hún svo yfir í Keflavík og var lykilleikmaður hjá liðinu í Bestu deildinni 2024 á sínu fyrsta tímabili í meistarflokki, þá aðeins 16 ára gömul.Þá var Salóme í hópi þess íþróttafólks sem var tilnefnt í kjöri Íþróttamanns Suðurnesjabæjar 2024 og var valin efnilegasti leikmaður meistaraflokks Keflavíkur fyrir síðasta keppnistímabil.
Knattspyrnufélagið Reynir óskar Salóme Kristínu til hamingju með fyrsta landsleikinn. Reynisfólk er stolt af árangri hennar og fylgist spennt með framgangi hennar á knattspyrnuvellinum.