Posts By :

Andri Þór Ólafsson

Tillaga að stofnun nýs íþróttafélags felld á auka aðalfundi

Tillaga að stofnun nýs íþróttafélags felld á auka aðalfundi 2560 1182 Knattspyrnufélagið Reynir

Mánudaginn 12. maí 2025 fór fram auka aðalfundur hjá Ksf. Reyni í Samkomuhúsinu í Sandgerði þar sem á dagskrá var tillaga að stofnun nýs íþróttafélags í Suðurnesjabæ á grunni Reynis og Víðis og að allt íþróttastarf á vegum Ksf. Reynis færist til þess félags. Tillagan byggði á viljayfirlýsingu sem íþróttafélögin tvö gerðu með Suðurnesjabæ í október 2024.

Góð mæting var á fundinn og greiddu alls 168 Reynisfélagar atkvæði um tillöguna. Já sögðu 29 en nei sögðu 138. Ein seðill var auður. Tillagan var því felld.

Breytt staðsetning á auka aðalfundi Ksf. Reynis mánudaginn 12. maí 2025.

Breytt staðsetning á auka aðalfundi Ksf. Reynis mánudaginn 12. maí 2025. 940 600 Knattspyrnufélagið Reynir

Vakin er athygli á breyttri staðsetningu auka aðalfundar Ksf. Reynis mánudaginn 12. maí n.k. Fundurinn mun fara fram í Samkomuhúsinu í Sandgerði og hefst kl. 20:00. Auglýsingu fundarins má sjá hér:

Auka aðalfundur Knattspyrnufélagsins Reynis

Ertu félagi í Reyni?

Ertu félagi í Reyni? 940 600 Knattspyrnufélagið Reynir

Boðað hefur verið til aukaaðalfundar hjá Ksf. Reyni sem fer fram mánudaginn 12. maí n.k. þar sem kosið verður um tillögu um stofnun nýs íþróttafélags í Suðurnesjabæ. Fundurinn var auglýstur á heimasíðu Reynis mánudaginn 5. maí s.l. Á fundinum hafa allir skuldlausir almennir félagsmenn 16 ára og eldri atkvæðisrétt.

Vilji fólk skrá sig sem félaga í Ksf. Reynis eða kanna hvort það sé á félagaskrá er hægt að senda skilaboð á Facebook-síðu Reynis eða senda tölvupóst á netfangið adalstjorn@reynir.is . Félagsgjaldið er 2.500,-

Auka aðalfundur Knattspyrnufélagsins Reynis

Auka aðalfundur Knattspyrnufélagsins Reynis 940 600 Knattspyrnufélagið Reynir

Auka aðalfundur Knattspyrnufélagsins Reynis

í Reynisheimilinu, mánudaginn 12. maí 2025 kl. 20:00

Boðað er til auka aðalfundar Knattspyrnufélagsins Reynis. Fundurinn fer fram mánudaginn 12. maí 2025 í Samkomuhúsinu í Sandgerði og hefst kl. 20:00.

Dagskrá:

  1. Afgreiðsla á tillögu um stofnun nýs íþróttafélags í Suðurnesjabæ“.

Samkvæmt 9. gr. laga félagsins hafa allir skuldlausir félagsmenn 16 ára og eldri tillögurétt og málfrelsi og atkvæðisrétt á aðalfundi félagsins.

 

Aðalstjórn Knattspyrnufélagsins Reynis

Kynningarfundur um stofnun nýs íþróttafélags

Kynningarfundur um stofnun nýs íþróttafélags 940 600 Knattspyrnufélagið Reynir

TILLAGA AÐ STOFNUN NÝS ÍÞRÓTTAFÉLAGS Í SUÐURNESJABÆ

Kynningarfundur í Reynisheimilinu

mánudaginn 5. maí 2025 kl. 20:00

 

Á  dagskrá er kynning á tillögu að stofnun nýs íþróttafélags í Suðurnesjabæ og umræður um hana. Kosið verður um tillöguna á auka aðalfundi Ksf. Reynis sem mun fara fram 12. maí 2025.

Kynningarfundurinn er öllum opinn og á honum mun fólki gefast kostur á því að skrá sig sem félaga í Knattspyrnufélagið Reyni.

Aðalstjórn Knattspyrnufélagsins Reynis

Fundir vegna tillögu að stofnun nýs íþróttafélags í Suðurnesjabæ fara fram 5. maí og 12. maí 2025

Fundir vegna tillögu að stofnun nýs íþróttafélags í Suðurnesjabæ fara fram 5. maí og 12. maí 2025 940 600 Knattspyrnufélagið Reynir

Frá því í október 2024 hafa fulltrúar Ksf. Reynis, Ksf. Víðis og Suðurnesjabæjar átt í viðræðum um stofnun nýs íþróttafélags í Suðurnesjabæ. Sú vinna byggir á sameiginlegri viljayfirlýsingu þessara aðila þar sem kemur fram að markmiðin með þessu séu eftirfarandi:

Auka fagmennsku og gæði í íþróttastarfinu.
Stuðla að fjölbreytni íþróttagreina.
Til verði eitt íþróttafélag sem samfélagið í Suðurnesjabæ sameinast um.
Stuðla að aukinni íþróttaiðkun hjá fólki á öllum aldri og af öllum kynjum.
Unnið verður markvisst að uppbyggingu á aðstöðu til íþróttaiðkunar í Suðurnesjabæ og bættri nýtingu núverandi mannvirkja.
Aukinn og markvissari stuðningur frá Suðurnesjabæ við hið nýja íþróttafélag.

 

Nú sér fyrir endan á þessari vinnu sem hefur verið í gangi og mánudaginn 5. maí verður haldinn kynningarfundur fyrir félaga í Ksf. Reyni á tillögu að stofnun nýs íþróttafélags í Suðurnesjabæ. Mánudaginn 12. maí verður svo haldinn aðalfundur Ksf. Reynis þar sem m.a. verður kosið um tillöguna. Bæði kynningarfundurinn og aðalfundurinn eru opnir öllum félögum í Ksf. Reyni og  í samræmi við nýsamþykktar lagarbreytingar hafa allir félagar 16 og ára og eldri atkvæðarétt á aðalfundi. Báðir þessir fundir verða auglýstir nánar þegar nær dregur og í komandi viku munu koma nánari upplýsingar varðandi félagaskrá og það sem henni tengist.

 

Reyniskonan Salóme Kristín spilaði sinn fyrsta landsleik

Reyniskonan Salóme Kristín spilaði sinn fyrsta landsleik 960 720 Knattspyrnufélagið Reynir

Reyniskonan Salóme Kristín Róbertsdóttir spilaði sinn fyrsta landsleik fyrir Ísland þegar hún var í byrjunarliði U-19 landsliðisins í 3-1 sigri á Skotlandi. Leikurinn fór fram fimmtudaginn 20. febrúar 2025 í Broadwood í Skotlandi, en þar spilar kvennalið Glasgow Rangers heimaleiki sína. Hún er þar með kominn í góðan hóp Reynisfólks sem hefur leikið fyrir Íslands hönd í gegnum árin.

Salóme Kristín hefur æft og spilað knattspyrnu frá unga aldri. Hún fór í gegnum yngri flokka starf Reynis, en í kvennaknattspyrnu hefur það verið í samstarfi við Víði og Keflavík. Árið 2023 skipti hún svo yfir í Keflavík og var lykilleikmaður hjá liðinu í Bestu deildinni 2024 á sínu fyrsta tímabili í meistarflokki, þá aðeins 16 ára gömul.Þá var Salóme í hópi þess íþróttafólks sem var tilnefnt í kjöri Íþróttamanns Suðurnesjabæjar 2024 og var valin efnilegasti leikmaður meistaraflokks Keflavíkur fyrir síðasta keppnistímabil.

Knattspyrnufélagið Reynir óskar Salóme Kristínu til hamingju með fyrsta landsleikinn. Reynisfólk er stolt af árangri hennar og fylgist spennt með framgangi hennar á knattspyrnuvellinum.

 

Aðalfundur Knattspyrnufélagsins Reynis 2025

Aðalfundur Knattspyrnufélagsins Reynis 2025 940 600 Knattspyrnufélagið Reynir

Aðalfundur Knattspyrnufélagsins Reynis

í Reynisheimilinu, fimmtudaginn 13. febrúar 2025 kl. 18:00

Boðað er til aðalfundar Knattspyrnufélagsins Reynis 2025. Fundurinn fer fram fimmtudaginn 13. febrúar 2025 í Reynisheimilinu við Stafnesveg í Sandgerði og hefst kl. 18:00.

Á dagskrá eru hefðbundin aðalfundarstörf  í samræmi við 7. gr. laga félagsins.

Á fundinum verða bornar upp tillögur að breytingum á lögum félagsins sem eru aðgengilegar til skoðunar á heimasíðu félagsins www.reynir.is

Fundurinn er öllum opin, en samkvæmt 9. gr. laga félagsins eru það allir skuldlausir félagsmenn 16 ára og eldri sem hafa kjörgengi til stjórnastarfa, tillögurétt og málfrelsi á aðalfundi félagsins. Atkvæðisrétt hafa hins vegar einungis fulltrúar íþróttadeilda félagsins í samræmi við ákvæði sömu lagagreinar.

Fyrir hönd aðalstjórnar Knattspyrnufélagsins Reynis,

Ólafur Þór Ólafsson
formaður

Íbúafundur í Suðurnesjabæ

Íbúafundur í Suðurnesjabæ 940 336 Knattspyrnufélagið Reynir
Kæru íbúar Suðurnesjabæjar.

Við viljum bjóða ykkur velkomin á opinn íbúafund þar sem rætt verður um stofnun nýs íþróttafélags. Fundurinn er tækifæri til að kynna hugmyndina, fá ábendingar og skoðanir frá íbúum og byggja sterkan grunn að íþróttastarfi fyrir framtíðina.

Upplýsingar um fundinn:

📅 Dagsetning: Þriðjudaginn 14. janúar 2025
⏰ Tími: kl. 19:30
📍 Staðsetning: Gerðaskóli, Garðsbraut 90

Á fundinum munum við fjalla um:

  • Markmið og tilgang nýs íþróttafélags.
  • Hvernig íbúar geta tekið þátt í uppbyggingunni.
  • Ásamt öðrum málum sem við koma nýju íþróttafélagi.

Við hvetjum alla áhugasama íbúa, ungmenni, foreldra og aðra að mæta og taka þátt í þessu spennandi verkefni sem miðar að því að efla íþróttalíf í bænum.

Verið öll velkomin!

Samráðshópur um nýtt íþróttafélag í Suðurnesjabæ.

Dregið í Jólalukku Reynis 2024

Dregið í Jólalukku Reynis 2024 1800 825 Knattspyrnufélagið Reynir

Dregið var í Jólalukku Reynis þriðjudaginn 10. desember.

Vinningar komu á eftirtalin númer:

1. Icelandair Cargo – 50.000 kr. gjafabréf hjá Icelandair – Miði nr 355
2. Hótel Örk – Gisting fyrir tvo með morgunmat í superior herbergi – Miði nr 301
3. Dalahótel – Gisting fyrir tvo með morgunmat – Miði nr 265
4. VSFS – Vikudvöl í orlofshúsi – Miði nr 25
5. Rétturinn – 10 skipta kort – Miði nr 374
6. Rétturinn – 10 skipta kort – Miði nr 102
7. Toyota – Gjafabréf í þrif – Miði nr 305
8. Bílageirinn – Gjafabréf í sumurþjónustu & Sólning – Umfelgun – Miði nr 511
9. Bílageirinn – Gjafabréf í sumurþjónustu & Sólning – Umfelgun – Miði nr 62
10. TOS – 20.000 kr. Gjafabréf í Bónus – Miði nr 255
11. TOS – 20.000 kr. Gjafabréf í Bónus – Miði nr 1
12. TOS – 20.000 kr. Gjafabréf í Bónus – Miði nr 8
13. Bókhald og vit – 20.000 kr. Gjafabréf í bónus – Miði nr 519
14. Stuðningsmannakort 2025 – Miði nr 387
15. Stuðningsmannakort 2025 – Miði nr 365
16. Lagnir og Þjónusta – Óskaskrín – Miði nr 517
17. Íþróttamiðstöð Sandgerðis/Garðs – 15 skipta þrekkort – Miði nr 10
18. Íþróttamiðstöð Sandgerðis/Garðs – 15 skipta þrekkort – Miði nr 506
19. Sporthúsið – Mánaðarkort – Miði nr 383
20. Sporthúsið – Mánaðarkort – Miði nr 288
21. Sporthúsið – Mánaðarkort – Miði nr 277
22. Airpark – Gjafabréf í þrif – Miði nr 418
23. Airpark – Gjafabréf í þrif – Miði nr 169
24. GSG – Gjafabréf í golf fyrir tvo á Kirkjubólsvelli – Miði nr 151
25. GSG – Gjafabréf í golf fyrir tvo á Kirkjubólsvelli – Miði nr 3
26. GSG – Gjafabréf í golf fyrir tvo á Kirkjubólsvelli – Miði nr 453
27. GSG – Gjafabréf í golf fyrir tvo á Kirkjubólsvelli – Miði nr 376
28. GSG – Gjafabréf í golf fyrir tvo á Kirkjubólsvelli – Miði nr 114
29. GSG – Gjafabréf í golf fyrir tvo á Kirkjubólsvelli – Miði nr 204
30. GSG – Gjafabréf í golf fyrir tvo á Kirkjubólsvelli – Miði nr 271
31. GSG – Gjafabréf í golf fyrir tvo á Kirkjubólsvelli – Miði nr 258
32. GSG – Gjafabréf í golf fyrir tvo á Kirkjubólsvelli – Miði nr 280
33. GSG – Gjafabréf í golf fyrir tvo á Kirkjubólsvelli – Miði nr 122
34. Blikksmiðja Suðurnesja – Gjafabréf hjá Emil Osteópata – Miði nr 6
35. Blikksmiðja Suðurnesja – Gjafabréf hjá Emil Osteópata – Miði nr 379
36. Nesmúr – 10.000 kr. gjafakort & Húsasmiðjan – Jólaljós – Miði nr 54
37. Nesmúr – 10.000 kr. gjafakort & Húsasmiðjan – Jólaljós – Miði nr 237
38. Fúsi Sértak – Gjafabréf í Byko & Olís Máltíð – Miði nr 409
39. Fúsi Sértak – Gjafabréf í Byko & Olís Máltíð – Miði nr 370
40. Steinabón – Gjafabréf & Spes – Gjafapakki – Miði nr 270
41. Ferðaþjónusta Reykjaness – Gjafabréf í brunch fyrir tvo á KEF & Skúbb – Gjafabréf – Miði nr 252
42. Gallerí Keflavík – Gjafabréf – Sjávarsetrið – Gjafabréf – Miði nr 38
43. Skyndi – Gjafapakki & Kjörbúðin – Dót – – Miði nr 452
44. Byko – Jólaljós & Kjörbúðin – Dót – Miði nr 420
45. Langbest – Gjafabréf & Bústoð – Ilmstangir – Miði nr 130
46. Fjallkonan – Gjafabréf í brunch fyrir tvo – Miði nr 35

Hægt verður að vita vinninga í Reynisheimilinu mánudaginn 16. desember frá kl. 17-18. Einnig er hægt að hafa samband í síma 698-5283 (Hjördís) til 31. janúar 2025.

Takk enn og aftur fyrir stuðninginn og við óskum vinningshöfum innilega til hamingju!