Aðalfundur Knattspyrnufélagsins Reynis
í Reynisheimilinu, fimmtudaginn 13. febrúar 2025 kl. 18:00
Boðað er til aðalfundar Knattspyrnufélagsins Reynis 2025. Fundurinn fer fram fimmtudaginn 13. febrúar 2025 í Reynisheimilinu við Stafnesveg í Sandgerði og hefst kl. 18:00.
Á dagskrá eru hefðbundin aðalfundarstörf í samræmi við 7. gr. laga félagsins.
Á fundinum verða bornar upp tillögur að breytingum á lögum félagsins sem eru aðgengilegar til skoðunar á heimasíðu félagsins www.reynir.is
Fundurinn er öllum opin, en samkvæmt 9. gr. laga félagsins eru það allir skuldlausir félagsmenn 16 ára og eldri sem hafa kjörgengi til stjórnastarfa, tillögurétt og málfrelsi á aðalfundi félagsins. Atkvæðisrétt hafa hins vegar einungis fulltrúar íþróttadeilda félagsins í samræmi við ákvæði sömu lagagreinar.
Fyrir hönd aðalstjórnar Knattspyrnufélagsins Reynis,
Ólafur Þór Ólafsson
formaður