Posts By :

Andri Þór Ólafsson

Knattspyrnudeild Reynis auglýsir eftir þjálfara

Knattspyrnudeild Reynis auglýsir eftir þjálfara 940 600 Knattspyrnufélagið Reynir

Knattspyrnufélagið Reynir, knattspyrnudeild, auglýsir eftir þjálfara til starfa vegna meistaraflokk karla fyrir tímabilið 2025-2026.

Félagið sem í ár fagnaði 90 ára afmæli sínu spilar í 3. deild Íslandsmóts KSÍ en liðið hafnaði í 5. sæti deildarinnar sumarið 2025.

Leitað er eftir öflugum og metnaðarfullum þjálfara sem er tilbúinn til að leiða starf meistaraflokks karla fyrir tímabilið 2025-2026, eða lengur.

Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.

Menntunar- og hæfniskröfur

– Þjálfaramenntun er skilyrði eða áætlun um að mennta sig sem þjálfari

– Æskilegt er að umsækjandi hafi reynslu af þjálfun í knattspyrnu

– Krafist er framúrskarandi leiðtoga- og samskiptahæfileika

– Mikilvægt er að viðkomandi geti unnið sjálfstætt, undir álagi og hafi hæfileika til að vinna með öðrum

– Jákvæðni, frumkvæði og drifkraftur

– Almenn tölvufærni og hæfni til að tjá sig í rituðu og töluðu máli, á íslensku og ensku

– Hreint sakavottorð er skilyrði

Um starfið

– Umsjón með skipulagningu æfinga og leikja

– Þátttaka í mótum

– Samskipti við stjórn og leikmenn

– Þátttaka í starfi félagsins eins og við á hverju sinni

Umsóknarfrestur er til og með mánudeginum 27. október 2025.

Umsóknir og kynninngarbréf þar sem gerð er grein fyrir áhuga á starfinu skulu sendar á netfangið hannesjonsson73@gmail.com

Frekari upplýsingar um þjálfarastarfið veita:

Hannes Jón Jónsson, formaður knattspyrnudeildar í síma: 861-9891
Marino Oddur Bjarnason, varaformaður knattspyrnudeildar í síma: 696-2677

Öllum umsóknum verður svarað og farið með þær sem trúnaðarmál.

Ný stjórn knattspyrnudeildar

Ný stjórn knattspyrnudeildar 940 600 Knattspyrnufélagið Reynir

Á aðalfundi knattspyrnudeildar Reynis sem fór fram miðvikudaginn 1. október var ný stjórn deildarinnar kjörin.

Ný stjórn er þannig skipuð:

Hannes Jón Jónsson, formaður
Marinó Oddur Bjarnason, varaformaður
Margrét Bjarnadóttir, gjaldkeri
Bergný Jóna Sævarsdóttir, ritari
Ómar Svavarsson, meðstjórnandi
Jóhann Jóhannsson, meðstjórnandi
Haukur Sveinn Hauksson, meðstjórnandi
Guðmundur Fannar Sigurbjörnsson, varamaður
Eyþór Örn Haraldsson, varamaður
Heiða Rafnsdóttir, varamaður

Nýkjörin stjórn þakkar fráfarandi stjórnarmönnum fyrir þeirra framlag til félagsins og hlakkar til að takast við þau fjölmörgu verkefni sem deildin sinnir.

Aðalfundur knattspyrnudeildar

Aðalfundur knattspyrnudeildar 940 600 Knattspyrnufélagið Reynir

Boðað er til aðalfundar knattspyrnudeildar Knattspyrnufélagsins Reynis. Fundurinn fer fram miðvikudaginn 1. október 2025 í Reynisheimilinu við Stafnesveg í Sandgerði og hefst kl. 19:30.

 Á dagskrá eru hefðbundin aðalfundarstörf samkvæmt lögum Knattspyrnufélagsins Reynis.

Allir skuldlausir félagsmenn deildarinnar, 16 ára og eldri, hafa atkvæðisrétt og kjörgengi á aðalfundi deildarinnar.

Stjórn knattspyrnudeildar
Knattspyrnufélagsins Reynis

Sveinn Pálsson sæmdur gullmerki KSÍ

Sveinn Pálsson sæmdur gullmerki KSÍ 2048 1536 Knattspyrnufélagið Reynir

Það var viðeigandi að 15. september 2025, á 90. ára afmælisdegi Knattspyrnufélagsins Reynis, væri Sveinn Pálsson sæmdur gullmerki Knattspyrnusambands Íslands. Sveinn er fæddur árið 1924, er heiðurfélagi í Reyni og eini núlifandi stofnfélagi félagsins. Þá er hann höfundur að hinu glæsilega merki Reynisfélagsins sem allt Reynisfólk er ákaflega stolt af. Það var Þorvaldur Örlygsson, formaður KSÍ, sem sæmdi Svein gullmerkinu á heimili hans í Garðabæ og með honum voru Eysteinn Pétur Lárusson framkvæmdastjóri KSÍ og Andri Þór Ólafsson formaður knattspyrndudeildar Reynis.

Knattspyrnufélagið Reynir óskar Sveini Pálssyni til hamingju með heiðurinn og þakkar honum ómetanlegt framlag til félagsins.


Frá vinstri: Sveinn Pálsson og Þorvaldur Örygsson, formaður KSÍ 


Frá vinstri: Andri Þór Ólafsson, formaður KSD Reynis, Sveinn Pálsson og Þorvaldur Örlygsson, formaður KSÍ

Myndir: Eysteinn Pétur Lárusson/KSÍ

Ný aðalstjórn Ksf. Reynis

Ný aðalstjórn Ksf. Reynis 940 600 Knattspyrnufélagið Reynir
Á auka aðalfundi knattspyrnufélgsins Reynis sem fór fram 11. september s.l. var ný aðalstjórn félagsins kjörin. Fráfarandi stjórn gaf ekki kost á sér til endurkjörs en hún var skipuð Ólafi Þór Ólafssyni, Guðrúnu Helgadóttur, Hannesi Jóni Jónssyni og varamönnunum Jóhanni Jóhannssyni og Stefáni Þór Sigurbjörnssyni.
Ný aðalstjórn Ksf. Reynis er þannig skipuð:
Ari Gylfason, formaður
Hafsteinn Rúnar Helgason, gjaldkeri
Ómar Svavarsson, ritari
Arnar Óskarsson, varamaður
Sveinn Hans Gíslason, varamaður

Reynisfólk heiðrað af KSÍ og ÍSÍ

Reynisfólk heiðrað af KSÍ og ÍSÍ 2560 1707 Knattspyrnufélagið Reynir
Föstudaginn 29. ágúst s.l. var haldin 90 ára afmælishátíð Knattspyrnufélagsins Reynis í Samkomuhúsinu í Sandgerði. Bæði Knattspyrnusamband Íslands og Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands notuðu tækifæri til þess að veita Reynisfólki viðurkenningar.
Allt einstaklingar sem eiga það sameiginlegt að hafa lagt líf og sál í íþróttastarf á vegum Ksf. Reynis. Knattspyrnusamband Íslands veitti nokkrum einstaklingum silfurmerki og gullmerki KSÍ.
Þau Andri Þór Ólafsson, Árni Sigurpálsson, Árni Þór Rafsson, Ástrós Jónsdóttir, Ásvaldur Ragnar Bjarnason; Heiða Rafnsdóttir, Jón Bjarni Sigursveinsson, Ómar Svavarsson og Valdís Fransdóttir voru sæmd silfurmerki KSÍ. Þeir Hannes Jón Jónsson, Magnús Þórisson og Sigursveinn Bjarni Jónsson voru sæmdir gullmerki KSÍ. Þá var Ólafur Þór Ólafsson sæmdur silfurmerki Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands.
Nýir handhafar silfurmerkis KSÍ (talið frá vinstri): Eysteinn Pétur Lárusson, framkvæmdastjóri KSÍ; Jón Bjarni Sigursveinsson; Ástrós Jónsdóttir; Andri Þór Ólafsson; Árni Þór Rafnsson; Heiða Rafnsdóttir; Ómar Svavarsson; Sigupáll Árnason (f.h. föður síns Árna Sigupálssonar); Valdís Fransdóttir; Ingi Sigurðsson, varaformaður KSÍ; og fremstur er Ástvaldur Ragnar Bjarnason.
Nýir handhafar gullmerkis KSÍ (talið frá vinstri): Eysteinn Pétur Lárusson, framkvæmdastjóri KSÍ; Hannes Jón Jónsson; Sigursveinn Bjarni Jónsson; Magnús Þórisson; og Ingi Sigurðsson, varaformaður KSÍ.
Hafsteinn Pálsson, stjórnarmaður í Íþrótta- og Ólympíusambandi Íslands, og Ólafur Þór Ólafsson handhafi silfurmerkis ÍSÍ.

Aðalfundur körfuknattleiksdeildar Ksf. Reynis

Aðalfundur körfuknattleiksdeildar Ksf. Reynis 940 600 Knattspyrnufélagið Reynir

Boðað er til aðalfundar körfuknattleiksdeildar Knattspyrnufélagsins Reynis. Fundurinn fer fram fimmtudaginn 18. september 2025 í Reynisheimilinu við Stafnesveg í Sandgerði og hefst kl. 18:30.

 Á dagskrá eru hefðbundin aðalfundarstörf samkvæmt lögum Knattspyrnufélagsins Reynis.

Allir skuldlausir félagsmenn deildarinnar. 16 ára og eldri, hafa atkvæðisrétt og kjörgengi á aðalfundi deildarinnar.

Stjórn körfuknattleiksdeildar
Knattspyrnufélagsins Reynis

Auka aðalfundur Knattspyrnufélagsins Reynis

Auka aðalfundur Knattspyrnufélagsins Reynis 940 600 Knattspyrnufélagið Reynir

Boðað er til auka aðalfundar Knattspyrnufélagsins Reynis. Fundurinn fer fram fimmtudaginn 11. september 2025 í Reynisheimilinu við Stafnesveg í Sandgerði og hefst kl. 20:00.

Dagskrá (liðir sem var frestað á aðalfundi sem fór fram 13.02.2025):

1. Kosinn formaður
2. Kosnir 2 meðstjórnendur.
3. Kosning 2 manna í varastjórn.

Samkvæmt 9. gr. laga félagsins hafa allir skuldlausirfélagsmenn 16 ára og eldri tillögurétt og málfrelsi og atkvæðisrétt á aðalfundi félagsins.

Aðalstjórn Knattspyrnufélagsins Reynis

Afmælishátíð 2025 – Dregið í happdrætti

Afmælishátíð 2025 – Dregið í happdrætti 1920 1080 Knattspyrnufélagið Reynir

Dregið hefur verið í happdrætti KSD Reynis en miðar voru seldir á afmælishátíðinni í gærkvöldi. Aðeins var dregið úr seldum miðum. Heppnir miðaeigendur geta komið í Reynisheimilið á morgun, sunnudaginn 31. ágúst frá kl. 14-15 og á þriðjudaginn 2. september frá kl. 17-18. Hafi fólk ekki tök á að mæta á þessum tímum þá biðjum við ykkur um að hafa samband í síma 698-5283 (Hjördís). Við óskum vinningshöfum til hamingju og þökkum stuðninginn.

Vinningsnúmer eru eftirfarandi:

Afmælishátið KSF Reynis 2025 – Happdrætti
Vinningsnúmer
1 Fúsi Sértak Rautt og hvítt 519
2 Ferðaþjónusta Reykjaness Óskaskrín bröns 63
3 Redder Topplyklasett 387
4 TOS Rautt og hvítt 95
5 TOS Rautt og hvítt 613
6 TOS Rautt og hvítt 125
7 Íþróttamiðstöð Suðurnesjabæjar Mánaðarkort 19
8 Íþróttamiðstöð Suðurnesjabæjar Mánaðarkort 799
9 Íþróttamiðstöð Suðurnesjabæjar 15 skipta kort í rækt 69
10 BYKO Gjafabréf 10.000 kr. 163
11 66 Norður Gjafabréf 20.000 kr. 458
12 Kaffi Gola + Ölgerðin Gjafabréf 5000 kr. og Rautt 573
13 Kaffi Gola Gjafabréf 5000 kr. og Flaska 385
14 Sporthúsið Gjafabréf 599
15 Sporthúsið Gjafabréf 68
16 AG pípulagnir Óskaskrín bröns 141
17 AG pípulagnir Óskaskrín bröns 757
18 AG pípulagnir Rautt og hvítt 681
19 AG pípulagnir Rautt og hvítt 83
20 Allt Fasteignasala Gjafabréf í KEF spa 706
21 Allt Fasteignasala Gjafabréf í KEf spa 352
22 Sjoppan Sandgerði Rautt og hvítt 432
23 Sjoppan Sandgerði Rautt og hvítt 796
24 ÓA Múr Rautt og hvítt 505
25 BRONS Skemmtipíla 291
26 BRONS Karaoke 434
27 BRONS 10.000 kr Inneign 378
28 Smávélaþjónustan + Daría Rautt og Gjafabréf 5000 kr. 279
29 Smávélaþjónusta + Comfyballs Flaska + Gjafabréf 261
30 iStay Rautt og hvítt 418
31 iStay Rautt og hvítt 566
32 Home4u og Bus4u Gjafavara og rauðvín 616

Reynir 90 ára – afmælishátíð

Reynir 90 ára – afmælishátíð 1920 1920 Knattspyrnufélagið Reynir