






Mánudaginn 12. maí 2025 fór fram auka aðalfundur hjá Ksf. Reyni í Samkomuhúsinu í Sandgerði þar sem á dagskrá var tillaga að stofnun nýs íþróttafélags í Suðurnesjabæ á grunni Reynis og Víðis og að allt íþróttastarf á vegum Ksf. Reynis færist til þess félags. Tillagan byggði á viljayfirlýsingu sem íþróttafélögin tvö gerðu með Suðurnesjabæ í október 2024.
Góð mæting var á fundinn og greiddu alls 168 Reynisfélagar atkvæði um tillöguna. Já sögðu 29 en nei sögðu 138. Ein seðill var auður. Tillagan var því felld.
Vakin er athygli á breyttri staðsetningu auka aðalfundar Ksf. Reynis mánudaginn 12. maí n.k. Fundurinn mun fara fram í Samkomuhúsinu í Sandgerði og hefst kl. 20:00. Auglýsingu fundarins má sjá hér:
Boðað hefur verið til aukaaðalfundar hjá Ksf. Reyni sem fer fram mánudaginn 12. maí n.k. þar sem kosið verður um tillögu um stofnun nýs íþróttafélags í Suðurnesjabæ. Fundurinn var auglýstur á heimasíðu Reynis mánudaginn 5. maí s.l. Á fundinum hafa allir skuldlausir almennir félagsmenn 16 ára og eldri atkvæðisrétt.
Vilji fólk skrá sig sem félaga í Ksf. Reynis eða kanna hvort það sé á félagaskrá er hægt að senda skilaboð á Facebook-síðu Reynis eða senda tölvupóst á netfangið adalstjorn@reynir.is . Félagsgjaldið er 2.500,-
Auka aðalfundur Knattspyrnufélagsins Reynis
í Reynisheimilinu, mánudaginn 12. maí 2025 kl. 20:00
Boðað er til auka aðalfundar Knattspyrnufélagsins Reynis. Fundurinn fer fram mánudaginn 12. maí 2025 í Samkomuhúsinu í Sandgerði og hefst kl. 20:00.
Dagskrá:
- Afgreiðsla á tillögu um stofnun nýs íþróttafélags í Suðurnesjabæ“.
Samkvæmt 9. gr. laga félagsins hafa allir skuldlausir félagsmenn 16 ára og eldri tillögurétt og málfrelsi og atkvæðisrétt á aðalfundi félagsins.
Aðalstjórn Knattspyrnufélagsins Reynis
TILLAGA AÐ STOFNUN NÝS ÍÞRÓTTAFÉLAGS Í SUÐURNESJABÆ
Kynningarfundur í Reynisheimilinu
mánudaginn 5. maí 2025 kl. 20:00
Á dagskrá er kynning á tillögu að stofnun nýs íþróttafélags í Suðurnesjabæ og umræður um hana. Kosið verður um tillöguna á auka aðalfundi Ksf. Reynis sem mun fara fram 12. maí 2025.
Kynningarfundurinn er öllum opinn og á honum mun fólki gefast kostur á því að skrá sig sem félaga í Knattspyrnufélagið Reyni.
Aðalstjórn Knattspyrnufélagsins Reynis
Frá því í október 2024 hafa fulltrúar Ksf. Reynis, Ksf. Víðis og Suðurnesjabæjar átt í viðræðum um stofnun nýs íþróttafélags í Suðurnesjabæ. Sú vinna byggir á sameiginlegri viljayfirlýsingu þessara aðila þar sem kemur fram að markmiðin með þessu séu eftirfarandi:
Nú sér fyrir endan á þessari vinnu sem hefur verið í gangi og mánudaginn 5. maí verður haldinn kynningarfundur fyrir félaga í Ksf. Reyni á tillögu að stofnun nýs íþróttafélags í Suðurnesjabæ. Mánudaginn 12. maí verður svo haldinn aðalfundur Ksf. Reynis þar sem m.a. verður kosið um tillöguna. Bæði kynningarfundurinn og aðalfundurinn eru opnir öllum félögum í Ksf. Reyni og í samræmi við nýsamþykktar lagarbreytingar hafa allir félagar 16 og ára og eldri atkvæðarétt á aðalfundi. Báðir þessir fundir verða auglýstir nánar þegar nær dregur og í komandi viku munu koma nánari upplýsingar varðandi félagaskrá og það sem henni tengist.
Reyniskonan Salóme Kristín Róbertsdóttir spilaði sinn fyrsta landsleik fyrir Ísland þegar hún var í byrjunarliði U-19 landsliðisins í 3-1 sigri á Skotlandi. Leikurinn fór fram fimmtudaginn 20. febrúar 2025 í Broadwood í Skotlandi, en þar spilar kvennalið Glasgow Rangers heimaleiki sína. Hún er þar með kominn í góðan hóp Reynisfólks sem hefur leikið fyrir Íslands hönd í gegnum árin.
Salóme Kristín hefur æft og spilað knattspyrnu frá unga aldri. Hún fór í gegnum yngri flokka starf Reynis, en í kvennaknattspyrnu hefur það verið í samstarfi við Víði og Keflavík. Árið 2023 skipti hún svo yfir í Keflavík og var lykilleikmaður hjá liðinu í Bestu deildinni 2024 á sínu fyrsta tímabili í meistarflokki, þá aðeins 16 ára gömul.Þá var Salóme í hópi þess íþróttafólks sem var tilnefnt í kjöri Íþróttamanns Suðurnesjabæjar 2024 og var valin efnilegasti leikmaður meistaraflokks Keflavíkur fyrir síðasta keppnistímabil.
Knattspyrnufélagið Reynir óskar Salóme Kristínu til hamingju með fyrsta landsleikinn. Reynisfólk er stolt af árangri hennar og fylgist spennt með framgangi hennar á knattspyrnuvellinum.
Aðalfundur Knattspyrnufélagsins Reynis
í Reynisheimilinu, fimmtudaginn 13. febrúar 2025 kl. 18:00
Boðað er til aðalfundar Knattspyrnufélagsins Reynis 2025. Fundurinn fer fram fimmtudaginn 13. febrúar 2025 í Reynisheimilinu við Stafnesveg í Sandgerði og hefst kl. 18:00.
Á dagskrá eru hefðbundin aðalfundarstörf í samræmi við 7. gr. laga félagsins.
Á fundinum verða bornar upp tillögur að breytingum á lögum félagsins sem eru aðgengilegar til skoðunar á heimasíðu félagsins www.reynir.is
Fundurinn er öllum opin, en samkvæmt 9. gr. laga félagsins eru það allir skuldlausir félagsmenn 16 ára og eldri sem hafa kjörgengi til stjórnastarfa, tillögurétt og málfrelsi á aðalfundi félagsins. Atkvæðisrétt hafa hins vegar einungis fulltrúar íþróttadeilda félagsins í samræmi við ákvæði sömu lagagreinar.
Fyrir hönd aðalstjórnar Knattspyrnufélagsins Reynis,
Ólafur Þór Ólafsson
formaður