Knattspyrna

Knattspyrnudeild Reynis auglýsir eftir þjálfara

Knattspyrnudeild Reynis auglýsir eftir þjálfara 940 600 Knattspyrnufélagið Reynir

Knattspyrnufélagið Reynir, knattspyrnudeild, auglýsir eftir þjálfara til starfa vegna meistaraflokk karla fyrir tímabilið 2025-2026.

Félagið sem í ár fagnaði 90 ára afmæli sínu spilar í 3. deild Íslandsmóts KSÍ en liðið hafnaði í 5. sæti deildarinnar sumarið 2025.

Leitað er eftir öflugum og metnaðarfullum þjálfara sem er tilbúinn til að leiða starf meistaraflokks karla fyrir tímabilið 2025-2026, eða lengur.

Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.

Menntunar- og hæfniskröfur

– Þjálfaramenntun er skilyrði eða áætlun um að mennta sig sem þjálfari

– Æskilegt er að umsækjandi hafi reynslu af þjálfun í knattspyrnu

– Krafist er framúrskarandi leiðtoga- og samskiptahæfileika

– Mikilvægt er að viðkomandi geti unnið sjálfstætt, undir álagi og hafi hæfileika til að vinna með öðrum

– Jákvæðni, frumkvæði og drifkraftur

– Almenn tölvufærni og hæfni til að tjá sig í rituðu og töluðu máli, á íslensku og ensku

– Hreint sakavottorð er skilyrði

Um starfið

– Umsjón með skipulagningu æfinga og leikja

– Þátttaka í mótum

– Samskipti við stjórn og leikmenn

– Þátttaka í starfi félagsins eins og við á hverju sinni

Umsóknarfrestur er til og með mánudeginum 27. október 2025.

Umsóknir og kynninngarbréf þar sem gerð er grein fyrir áhuga á starfinu skulu sendar á netfangið hannesjonsson73@gmail.com

Frekari upplýsingar um þjálfarastarfið veita:

Hannes Jón Jónsson, formaður knattspyrnudeildar í síma: 861-9891
Marino Oddur Bjarnason, varaformaður knattspyrnudeildar í síma: 696-2677

Öllum umsóknum verður svarað og farið með þær sem trúnaðarmál.

Ný stjórn knattspyrnudeildar

Ný stjórn knattspyrnudeildar 940 600 Knattspyrnufélagið Reynir

Á aðalfundi knattspyrnudeildar Reynis sem fór fram miðvikudaginn 1. október var ný stjórn deildarinnar kjörin.

Ný stjórn er þannig skipuð:

Hannes Jón Jónsson, formaður
Marinó Oddur Bjarnason, varaformaður
Margrét Bjarnadóttir, gjaldkeri
Bergný Jóna Sævarsdóttir, ritari
Ómar Svavarsson, meðstjórnandi
Jóhann Jóhannsson, meðstjórnandi
Haukur Sveinn Hauksson, meðstjórnandi
Guðmundur Fannar Sigurbjörnsson, varamaður
Eyþór Örn Haraldsson, varamaður
Heiða Rafnsdóttir, varamaður

Nýkjörin stjórn þakkar fráfarandi stjórnarmönnum fyrir þeirra framlag til félagsins og hlakkar til að takast við þau fjölmörgu verkefni sem deildin sinnir.

Aðalfundur knattspyrnudeildar

Aðalfundur knattspyrnudeildar 940 600 Knattspyrnufélagið Reynir

Boðað er til aðalfundar knattspyrnudeildar Knattspyrnufélagsins Reynis. Fundurinn fer fram miðvikudaginn 1. október 2025 í Reynisheimilinu við Stafnesveg í Sandgerði og hefst kl. 19:30.

 Á dagskrá eru hefðbundin aðalfundarstörf samkvæmt lögum Knattspyrnufélagsins Reynis.

Allir skuldlausir félagsmenn deildarinnar, 16 ára og eldri, hafa atkvæðisrétt og kjörgengi á aðalfundi deildarinnar.

Stjórn knattspyrnudeildar
Knattspyrnufélagsins Reynis

Sveinn Pálsson sæmdur gullmerki KSÍ

Sveinn Pálsson sæmdur gullmerki KSÍ 2048 1536 Knattspyrnufélagið Reynir

Það var viðeigandi að 15. september 2025, á 90. ára afmælisdegi Knattspyrnufélagsins Reynis, væri Sveinn Pálsson sæmdur gullmerki Knattspyrnusambands Íslands. Sveinn er fæddur árið 1924, er heiðurfélagi í Reyni og eini núlifandi stofnfélagi félagsins. Þá er hann höfundur að hinu glæsilega merki Reynisfélagsins sem allt Reynisfólk er ákaflega stolt af. Það var Þorvaldur Örlygsson, formaður KSÍ, sem sæmdi Svein gullmerkinu á heimili hans í Garðabæ og með honum voru Eysteinn Pétur Lárusson framkvæmdastjóri KSÍ og Andri Þór Ólafsson formaður knattspyrndudeildar Reynis.

Knattspyrnufélagið Reynir óskar Sveini Pálssyni til hamingju með heiðurinn og þakkar honum ómetanlegt framlag til félagsins.


Frá vinstri: Sveinn Pálsson og Þorvaldur Örygsson, formaður KSÍ 


Frá vinstri: Andri Þór Ólafsson, formaður KSD Reynis, Sveinn Pálsson og Þorvaldur Örlygsson, formaður KSÍ

Myndir: Eysteinn Pétur Lárusson/KSÍ

Afmælishátíð 2025 – Dregið í happdrætti

Afmælishátíð 2025 – Dregið í happdrætti 1920 1080 Knattspyrnufélagið Reynir

Dregið hefur verið í happdrætti KSD Reynis en miðar voru seldir á afmælishátíðinni í gærkvöldi. Aðeins var dregið úr seldum miðum. Heppnir miðaeigendur geta komið í Reynisheimilið á morgun, sunnudaginn 31. ágúst frá kl. 14-15 og á þriðjudaginn 2. september frá kl. 17-18. Hafi fólk ekki tök á að mæta á þessum tímum þá biðjum við ykkur um að hafa samband í síma 698-5283 (Hjördís). Við óskum vinningshöfum til hamingju og þökkum stuðninginn.

Vinningsnúmer eru eftirfarandi:

Afmælishátið KSF Reynis 2025 – Happdrætti
Vinningsnúmer
1 Fúsi Sértak Rautt og hvítt 519
2 Ferðaþjónusta Reykjaness Óskaskrín bröns 63
3 Redder Topplyklasett 387
4 TOS Rautt og hvítt 95
5 TOS Rautt og hvítt 613
6 TOS Rautt og hvítt 125
7 Íþróttamiðstöð Suðurnesjabæjar Mánaðarkort 19
8 Íþróttamiðstöð Suðurnesjabæjar Mánaðarkort 799
9 Íþróttamiðstöð Suðurnesjabæjar 15 skipta kort í rækt 69
10 BYKO Gjafabréf 10.000 kr. 163
11 66 Norður Gjafabréf 20.000 kr. 458
12 Kaffi Gola + Ölgerðin Gjafabréf 5000 kr. og Rautt 573
13 Kaffi Gola Gjafabréf 5000 kr. og Flaska 385
14 Sporthúsið Gjafabréf 599
15 Sporthúsið Gjafabréf 68
16 AG pípulagnir Óskaskrín bröns 141
17 AG pípulagnir Óskaskrín bröns 757
18 AG pípulagnir Rautt og hvítt 681
19 AG pípulagnir Rautt og hvítt 83
20 Allt Fasteignasala Gjafabréf í KEF spa 706
21 Allt Fasteignasala Gjafabréf í KEf spa 352
22 Sjoppan Sandgerði Rautt og hvítt 432
23 Sjoppan Sandgerði Rautt og hvítt 796
24 ÓA Múr Rautt og hvítt 505
25 BRONS Skemmtipíla 291
26 BRONS Karaoke 434
27 BRONS 10.000 kr Inneign 378
28 Smávélaþjónustan + Daría Rautt og Gjafabréf 5000 kr. 279
29 Smávélaþjónusta + Comfyballs Flaska + Gjafabréf 261
30 iStay Rautt og hvítt 418
31 iStay Rautt og hvítt 566
32 Home4u og Bus4u Gjafavara og rauðvín 616

Reyniskonan Salóme Kristín spilaði sinn fyrsta landsleik

Reyniskonan Salóme Kristín spilaði sinn fyrsta landsleik 960 720 Knattspyrnufélagið Reynir

Reyniskonan Salóme Kristín Róbertsdóttir spilaði sinn fyrsta landsleik fyrir Ísland þegar hún var í byrjunarliði U-19 landsliðisins í 3-1 sigri á Skotlandi. Leikurinn fór fram fimmtudaginn 20. febrúar 2025 í Broadwood í Skotlandi, en þar spilar kvennalið Glasgow Rangers heimaleiki sína. Hún er þar með kominn í góðan hóp Reynisfólks sem hefur leikið fyrir Íslands hönd í gegnum árin.

Salóme Kristín hefur æft og spilað knattspyrnu frá unga aldri. Hún fór í gegnum yngri flokka starf Reynis, en í kvennaknattspyrnu hefur það verið í samstarfi við Víði og Keflavík. Árið 2023 skipti hún svo yfir í Keflavík og var lykilleikmaður hjá liðinu í Bestu deildinni 2024 á sínu fyrsta tímabili í meistarflokki, þá aðeins 16 ára gömul.Þá var Salóme í hópi þess íþróttafólks sem var tilnefnt í kjöri Íþróttamanns Suðurnesjabæjar 2024 og var valin efnilegasti leikmaður meistaraflokks Keflavíkur fyrir síðasta keppnistímabil.

Knattspyrnufélagið Reynir óskar Salóme Kristínu til hamingju með fyrsta landsleikinn. Reynisfólk er stolt af árangri hennar og fylgist spennt með framgangi hennar á knattspyrnuvellinum.

 

Dregið í Jólalukku Reynis 2024

Dregið í Jólalukku Reynis 2024 1800 825 Knattspyrnufélagið Reynir

Dregið var í Jólalukku Reynis þriðjudaginn 10. desember.

Vinningar komu á eftirtalin númer:

1. Icelandair Cargo – 50.000 kr. gjafabréf hjá Icelandair – Miði nr 355
2. Hótel Örk – Gisting fyrir tvo með morgunmat í superior herbergi – Miði nr 301
3. Dalahótel – Gisting fyrir tvo með morgunmat – Miði nr 265
4. VSFS – Vikudvöl í orlofshúsi – Miði nr 25
5. Rétturinn – 10 skipta kort – Miði nr 374
6. Rétturinn – 10 skipta kort – Miði nr 102
7. Toyota – Gjafabréf í þrif – Miði nr 305
8. Bílageirinn – Gjafabréf í sumurþjónustu & Sólning – Umfelgun – Miði nr 511
9. Bílageirinn – Gjafabréf í sumurþjónustu & Sólning – Umfelgun – Miði nr 62
10. TOS – 20.000 kr. Gjafabréf í Bónus – Miði nr 255
11. TOS – 20.000 kr. Gjafabréf í Bónus – Miði nr 1
12. TOS – 20.000 kr. Gjafabréf í Bónus – Miði nr 8
13. Bókhald og vit – 20.000 kr. Gjafabréf í bónus – Miði nr 519
14. Stuðningsmannakort 2025 – Miði nr 387
15. Stuðningsmannakort 2025 – Miði nr 365
16. Lagnir og Þjónusta – Óskaskrín – Miði nr 517
17. Íþróttamiðstöð Sandgerðis/Garðs – 15 skipta þrekkort – Miði nr 10
18. Íþróttamiðstöð Sandgerðis/Garðs – 15 skipta þrekkort – Miði nr 506
19. Sporthúsið – Mánaðarkort – Miði nr 383
20. Sporthúsið – Mánaðarkort – Miði nr 288
21. Sporthúsið – Mánaðarkort – Miði nr 277
22. Airpark – Gjafabréf í þrif – Miði nr 418
23. Airpark – Gjafabréf í þrif – Miði nr 169
24. GSG – Gjafabréf í golf fyrir tvo á Kirkjubólsvelli – Miði nr 151
25. GSG – Gjafabréf í golf fyrir tvo á Kirkjubólsvelli – Miði nr 3
26. GSG – Gjafabréf í golf fyrir tvo á Kirkjubólsvelli – Miði nr 453
27. GSG – Gjafabréf í golf fyrir tvo á Kirkjubólsvelli – Miði nr 376
28. GSG – Gjafabréf í golf fyrir tvo á Kirkjubólsvelli – Miði nr 114
29. GSG – Gjafabréf í golf fyrir tvo á Kirkjubólsvelli – Miði nr 204
30. GSG – Gjafabréf í golf fyrir tvo á Kirkjubólsvelli – Miði nr 271
31. GSG – Gjafabréf í golf fyrir tvo á Kirkjubólsvelli – Miði nr 258
32. GSG – Gjafabréf í golf fyrir tvo á Kirkjubólsvelli – Miði nr 280
33. GSG – Gjafabréf í golf fyrir tvo á Kirkjubólsvelli – Miði nr 122
34. Blikksmiðja Suðurnesja – Gjafabréf hjá Emil Osteópata – Miði nr 6
35. Blikksmiðja Suðurnesja – Gjafabréf hjá Emil Osteópata – Miði nr 379
36. Nesmúr – 10.000 kr. gjafakort & Húsasmiðjan – Jólaljós – Miði nr 54
37. Nesmúr – 10.000 kr. gjafakort & Húsasmiðjan – Jólaljós – Miði nr 237
38. Fúsi Sértak – Gjafabréf í Byko & Olís Máltíð – Miði nr 409
39. Fúsi Sértak – Gjafabréf í Byko & Olís Máltíð – Miði nr 370
40. Steinabón – Gjafabréf & Spes – Gjafapakki – Miði nr 270
41. Ferðaþjónusta Reykjaness – Gjafabréf í brunch fyrir tvo á KEF & Skúbb – Gjafabréf – Miði nr 252
42. Gallerí Keflavík – Gjafabréf – Sjávarsetrið – Gjafabréf – Miði nr 38
43. Skyndi – Gjafapakki & Kjörbúðin – Dót – – Miði nr 452
44. Byko – Jólaljós & Kjörbúðin – Dót – Miði nr 420
45. Langbest – Gjafabréf & Bústoð – Ilmstangir – Miði nr 130
46. Fjallkonan – Gjafabréf í brunch fyrir tvo – Miði nr 35

Hægt verður að vita vinninga í Reynisheimilinu mánudaginn 16. desember frá kl. 17-18. Einnig er hægt að hafa samband í síma 698-5283 (Hjördís) til 31. janúar 2025.

Takk enn og aftur fyrir stuðninginn og við óskum vinningshöfum innilega til hamingju!

Sindri Lars, Helgi og Valur áfram

Sindri Lars, Helgi og Valur áfram 2560 1920 Knattspyrnufélagið Reynir

Sandgerðingarnir Sindri Lars Ómarsson, Helgi Rúnar Hafsteinsson og Valur Þór Magnússon hafa allir skrifað undir samning um að leika með Reyni tímabilið 2025.

Sindri Lars er 26 ára bakvörður og hefur verið einn af lykilmönnum liðsins um árabil en hann á að baki 210 leiki í öllum keppnum í meistaraflokki og hefur skorað í þeim 13 mörk.

Helgi Rúnar er 20 ára miðjumaður en hann á að baki 13 leiki í meistaraflokki og þar af sex leiki á nýafstöðu tímabili. Hann kom með ferskan blæ inn í liðið síðasta sumar og verður gaman að sjá Helga spreyta sig á komandi tímabili.

Valur Þór er 20 ára kantmaður sem á að baki 12 leiki í meistaraflokki og hefur skorað í þeim tvö mörk. Hann var óheppinn með meiðsli síðasta sumar og náði því aðeins að leika fjóra leiki í 2. deild.

Stjórn ksd. Reynis fagnar þessum tíðindum og bindur miklar vonir við Sandgerðinganna á komandi sumri.

Ray tekur slaginn næsta tímabilið

Ray tekur slaginn næsta tímabilið 1600 1067 Knattspyrnufélagið Reynir

Knattspyrnudeild Reynis og Ray Antony Jónsson hafa komist að samkomulagi um að framlengja samning hans út tímabilið 2025. Ray kom til Reynis árið 2023 og verður þetta því hans þriðja ár með liðið.

“Við erum ekki komnir þangað sem við viljum vera og því heldur vinnan okkar áfram. Ég er glaður að hafa fengið traustið til að halda áfram með liðið” sagði Ray af þessu tilefni.

Vinna við ráðningu aðstoðarþjálfara er í fullum gangi og er von á frekari fréttum innan tíðar.

Knattspyrnudeildin hefur auk þess komist að samkomulagi við Hubert Kotus og Sindra Þór Guðmundsson um að þeir yfirgefi félagið.

Aðalfundur barna- og unglingaráðs

Aðalfundur barna- og unglingaráðs 2048 1536 Knattspyrnufélagið Reynir

Aðalfundur barna- og unglingaráðs knattspyrnudeildar Reynis fer fram í Reynisheimilinu mánudaginn 15. júlí nk. kl. 17:00. Á dagskrá eru hefðbundin aðalfundarstörf. Hvetjum allt Reynisfólk til að mæta og hafa áhrif á starfsemi yngri flokka deildarinnar.

Stjórn ksd. Reynis