Knattspyrna

Benni áfram í Reyni

Benni áfram í Reyni 2560 1920 Knattspyrnufélagið Reynir

Varnarmaðurinn Benedikt Jónsson hefur samið við Reyni um að leika með liðinu út næsta keppnistímabil. Benni, sem er 25 ára Keflvíkingur, kom fyrst til Reynis árið 2020 en hann hefur síðan leikið 61 leik með liðinu í öllum keppnum og fest sig í sessi sem lykilmaður í hópnum.

“Ég er mjög spenntur fyrir komandi tímabili. Mér líður vel í Sandgerði og það var ekki spurning um að taka slaginn hérna áfram.” sagði Benni af þessu tilefni.

Stjórn Knattspyrnudeildar Reynis bindur miklar vonir við framlag Benna á komandi tímabili og hlakkar til áframhaldandi samstarfs.

Ray tekur við Reyni

Ray tekur við Reyni 2048 1536 Knattspyrnufélagið Reynir

Ray Anthony Jónsson hefur verið ráðinn þjálfari meistaraflokks Reynis til næstu tveggja ára. Ray ætti að vera flestu knattspyrnufólki kunnugur en hann lék 336 leiki með Grindavík, Keflavík og GG á sínum ferli. Einnig á hann yfir 30 landsleiki fyrir Filippseyjar.

Á þjálfaraferlinum hefur hann þjálfað lið GG, meistaraflokk kvenna hjá Grindavík og núna síðast yngri flokka félagsins. Ray er með UEFA A þjálfararéttindi.

“Það er ánægjulegt að hafa tekið þetta skref að þjálfa Reyni Sandgerði þar sem þetta er mikill fótbolta bær.
Ég hlakka til að byrja, hitta strákana og hefja samstarfið með stjórninni.” sagði Ray við undirskrift í dag

Stjórn knattspyrnudeildar Reynis býður Ray hjartanlega velkominn til félagsins og hlakkar til samstarfsins næstu árin.

Yfirlýsing frá stjórn KSD Reynis

Yfirlýsing frá stjórn KSD Reynis 940 600 Knattspyrnufélagið Reynir

Á fundi aga- og úrskurðarnefndar KSÍ fyrr í þessari viku var leikmaður Reynis dæmdur í fimm leikja keppnisbann vegna óásættanlegrar hegðunar í leik liðsins við KF í 2. deild karla þann 10. september s.l. og jafnframt var félagið dæmt til fjársektar. Knattspyrnufélagið Reynir unir þessum úrskurði sem er sanngjarn og í samræmi við óásættanlega hegðun leikmannsins. Um leið og stjórn knattspyrnudeildar Reynis var kunnugt um málið var umræddur leikmaður sendur í leyfi frá æfingum hjá félaginu og hefur hann nú haldið aftur á sínar heimaslóðir í Króatíu.

Knattspyrnufélagið Reynir í Sandgerði er fulltrúi byggðar þar sem uppruni og bakgrunnur fólks er fjölbreyttur og sá margbreytileiki álitinn styrkur fyrir samfélagið. Þessi fjölbreytileiki endurspeglast í meistaraflokksliði Reynis sem og í iðkendum yngri flokka félagsins. Knattspyrnufélagið Reynir getur því aldrei sætt sig við að leikmenn eða aðrir fulltrúar félagsins láti frá sér ummælli eða sýni af sér hegðum sem byggir á fordómum og mannfyrirlitningu.

Stjórn knattspyrnudeildar Reynis harmar að þetta mál hafi komið upp og biður hlutaðeigandi einstaklinga afsökunar.

24 ár á milli leikja

24 ár á milli leikja 2560 1440 Knattspyrnufélagið Reynir

Nýlega tók Bjarki Már Árnason við þjálfun meistaraflokks karla í knattspyrnu. Reynisliðið hefur nú spilað nokkra leiki undir stjórn Bjarka Más og eru greinileg batamerki farin að sjást á leik liðsins sem fór mjög illa af stað í baráttunni 2. deildinni. Síðasta miðvikudag lék Reynir við Ægi í Þorlákshöfn sem er í toppbáráttu deildarinnar. Leikurinn endaði með 1-1 jafntefli þar sem Magnús Magnússon skoraði jöfnunarmark Sandgerðinga í uppbótartíma síðari hálfleiks.

Þegar tvær mínútur voru til leiksloka kom þjálfarinn sjálfur inn á sem varamaður í liði Reynis. Bjarki Már, sem er 44 ára gamall, lék síðast með Reyni þegar hann var tvítugur árið 1998 og því liðu 24 ár milli leikja hjá honum fyrir félagið, sem er ekki ólíklegt að sé einsdæmi. Það vill svo skemmtilega til að síðasti leikurinn sem Bjarki lék fyrir Reyni tímabilið 1998 var einnig á móti Ægi og endaði líka með jafntefli þar sem Reynismenn jöfnuðu á lokamínútunum. Í það skiptið urðu úrslitin 4-4.

Breytingar á þjálfarateymi meistaraflokks

Breytingar á þjálfarateymi meistaraflokks 940 600 Knattspyrnufélagið Reynir

Luka Jagacic og stjórn knattspyrnudeildar Reynis hafa komist að samkomulagi um starfslok Luka hjá félaginu sem þjálfari meistaraflokks.

Luka gekk til liðs við Reyni sem leikmaður fyrir keppnistímabilið 2019. Hann lenti í slæmum meiðslum sem urðu þess valdandi að hann lagði skóna á hilluna þá um vorið. Luka bauð þá fram krafta sína sem aðstoðarmaður þjálfara og fljótt varð auðsýnt að hann hafði brennandi áhuga og ótvíræða hæfileika til að leggja fyrir sig þjálfun. Hann var aðstoðarþjálfari meistaraflokks karla keppnistímabilin 2020 og 2021. Síðastliðið haust var hann ráðinn sem aðalþjálfari liðsins en lætur nú af störfum. Luka lauk nýverið UEFA-A þjálfunargráðu.

Stjórn knattspyrnudeildar vill þakka Luka fyrir frábært samstarf í gegnum árin.

Bjarki Már Árnason hefur verið ráðinn aðalþjálfari meistaraflokks karla og hefur hann nú þegar tekið til starfa.

Síðasti leikur Lengjubikarsins í kvöld!

Síðasti leikur Lengjubikarsins í kvöld! 1600 1197 Knattspyrnufélagið Reynir

Reynismenn halda í Grafarvoginn í kvöld og leika gegn Vængjum Júpíters í síðasta leik okkar manna í Lengjubikarnum þetta árið. Leikurinn fer fram á gervigrasinu fyrir utan Egilshöll og hefst kl 19:30.

Mjólkurbikarinn hefst svo föstudaginn 8. apríl nk. með leik Reynis gegn nýstofnuðu liði Árbæjar. Um heimaleik Reynis er að ræða en sökum vallarástands og aðstöðuleysis mun leikurinn fara fram á gervigrasinu á Domusnova vellinum í Breiðholti.

Sumarið er rétt handan við hornið, fjölmennum á völlinn og styðjum strákana okkar!

Reynismenn fá liðsstyrk

Reynismenn fá liðsstyrk 2560 1920 Knattspyrnufélagið Reynir

Björn Aron Björnsson er gengin til liðs við Reyni á láni út tímabilið frá Keflavík. Björn er 21 árs gamall og var á láni hjá Víði í 3. deildinni á síðasta tímabili þar sem hann lék 24 leiki í deild og bikar.

Knattspyrnudeild Reynis býður Björn hjartanlega velkominn og hlakkar til samstarfsins á komandi tímabili.

Hörður í Njarðvík

Hörður í Njarðvík 1200 873 Knattspyrnufélagið Reynir

Sóknarmaðurinn Hörður Sveinsson hefur gengið til liðs við Njarðvík og mun leika með liðinu í 2. deild á komandi tímabili. Hörður kom til Reynis á miðju tímabili 2018 þegar liðið lék í riðlakeppni 4. deildar. Mikið vatn hefur runnið til sjávar síðar en Hörður hefur leikið 64 leiki og skorað 27 mörk fyrir félagið, þar af 8 mörk á síðasta tímabili.

Knattspyrnudeild Reynis vill þakka Herði fyrir sitt mikilvæga framlag fyrir félagið og óskar honum velfarnaðar á nýjum vettvangi.

Zoran Plazonic í Reyni

Zoran Plazonic í Reyni 1600 733 Knattspyrnufélagið Reynir

Miðjumaðurinn Zoran Plazonic hefur gengið til liðs við Reyni. Zoran er reynslumikill 33 ára Króati sem hefur leikið 86 leiki hér á landi og skorað í þeim 16 mörk. Hann lék 14 leiki með Njarðvík á síðasta tímabili en hann hefur einnig leikið með Vestra hér á landi.

Stjórn Knattspyrnudeild Reynis bindur miklar vonir við Zoran og hlakkar til samstarfsins á komandi sumri!

Dobrodošao Zoran!

Samningur undirritaður við Suðurnesjabæ

Samningur undirritaður við Suðurnesjabæ 2560 1244 Knattspyrnufélagið Reynir

Á dögunum mætti fulltrui Knattspyrnudeildar Reynis í Ráðhús Suðurnesjabæjar og skrifaði undir samning við sveitarfélagið um áframhaldandi samstarf. Stjórn Knattspyrnudeildar Reynis þakkar Suðurnesjabæ fyrir gott samstarf á liðnum árum og ómetanlegan stuðning. Það er mikilvægt fyrir íþróttafélög að eiga sterka og góða bakhjarla í sinni heimabyggð.

Mynd: Suðurnesjabær – Frá undirritun samstarfssamninga við íþróttafélög