Breytingar á þjálfarateymi meistaraflokks

Breytingar á þjálfarateymi meistaraflokks 940 600 Knattspyrnufélagið Reynir

Luka Jagacic og stjórn knattspyrnudeildar Reynis hafa komist að samkomulagi um starfslok Luka hjá félaginu sem þjálfari meistaraflokks.

Luka gekk til liðs við Reyni sem leikmaður fyrir keppnistímabilið 2019. Hann lenti í slæmum meiðslum sem urðu þess valdandi að hann lagði skóna á hilluna þá um vorið. Luka bauð þá fram krafta sína sem aðstoðarmaður þjálfara og fljótt varð auðsýnt að hann hafði brennandi áhuga og ótvíræða hæfileika til að leggja fyrir sig þjálfun. Hann var aðstoðarþjálfari meistaraflokks karla keppnistímabilin 2020 og 2021. Síðastliðið haust var hann ráðinn sem aðalþjálfari liðsins en lætur nú af störfum. Luka lauk nýverið UEFA-A þjálfunargráðu.

Stjórn knattspyrnudeildar vill þakka Luka fyrir frábært samstarf í gegnum árin.

Bjarki Már Árnason hefur verið ráðinn aðalþjálfari meistaraflokks karla og hefur hann nú þegar tekið til starfa.