Afmæliskveðja til Knattspyrnufélagsins Víðis

Afmæliskveðja til Knattspyrnufélagsins Víðis 960 640 Knattspyrnufélagið Reynir

Í dag, 11. maí, eru liðin 86 ár frá því að Knattspyrnufélagið Víðir í Garði var stofnað. Við hjá Knattspyrnufélaginu Reyni sendum kærar kveðjur og hamingjuóskir til Víðisfólks nær og fjær á afmælisdeginum. Saga þessara tveggja félaga er samofin bæði innan vallar og utan enda Víðisfélagið stofnað aðeins ári á eftir að Reynir varð til. Það er líka fátt skemmtilegra í íþróttum en góður nágrannarígur.

Í dag eiga félögin það sameiginlega hagsmunamál að aðstaða til íþrótta í Suðurnesjabæ verði bætt og íþróttastarf í bænum eflt og þurfa að snúa bökum saman í því verkefni. Það breytir þó ekki þeirri staðreynd að Reynisfólk hlakkar alltaf til næsta sigurs á Víði og við treystum að Víðisfólk hugsi eins til Reynis.