Síðasti leikur Lengjubikarsins í kvöld!

Síðasti leikur Lengjubikarsins í kvöld! 1600 1197 Knattspyrnufélagið Reynir

Reynismenn halda í Grafarvoginn í kvöld og leika gegn Vængjum Júpíters í síðasta leik okkar manna í Lengjubikarnum þetta árið. Leikurinn fer fram á gervigrasinu fyrir utan Egilshöll og hefst kl 19:30.

Mjólkurbikarinn hefst svo föstudaginn 8. apríl nk. með leik Reynis gegn nýstofnuðu liði Árbæjar. Um heimaleik Reynis er að ræða en sökum vallarástands og aðstöðuleysis mun leikurinn fara fram á gervigrasinu á Domusnova vellinum í Breiðholti.

Sumarið er rétt handan við hornið, fjölmennum á völlinn og styðjum strákana okkar!