Reynismenn fá liðsstyrk

Reynismenn fá liðsstyrk 2560 1920 Knattspyrnufélagið Reynir

Björn Aron Björnsson er gengin til liðs við Reyni á láni út tímabilið frá Keflavík. Björn er 21 árs gamall og var á láni hjá Víði í 3. deildinni á síðasta tímabili þar sem hann lék 24 leiki í deild og bikar.

Knattspyrnudeild Reynis býður Björn hjartanlega velkominn og hlakkar til samstarfsins á komandi tímabili.