Hörður í Njarðvík

Hörður í Njarðvík 1200 873 Knattspyrnufélagið Reynir

Sóknarmaðurinn Hörður Sveinsson hefur gengið til liðs við Njarðvík og mun leika með liðinu í 2. deild á komandi tímabili. Hörður kom til Reynis á miðju tímabili 2018 þegar liðið lék í riðlakeppni 4. deildar. Mikið vatn hefur runnið til sjávar síðar en Hörður hefur leikið 64 leiki og skorað 27 mörk fyrir félagið, þar af 8 mörk á síðasta tímabili.

Knattspyrnudeild Reynis vill þakka Herði fyrir sitt mikilvæga framlag fyrir félagið og óskar honum velfarnaðar á nýjum vettvangi.