Benni áfram í Reyni

Benni áfram í Reyni 2560 1920 Knattspyrnufélagið Reynir

Varnarmaðurinn Benedikt Jónsson hefur samið við Reyni um að leika með liðinu út næsta keppnistímabil. Benni, sem er 25 ára Keflvíkingur, kom fyrst til Reynis árið 2020 en hann hefur síðan leikið 61 leik með liðinu í öllum keppnum og fest sig í sessi sem lykilmaður í hópnum.

“Ég er mjög spenntur fyrir komandi tímabili. Mér líður vel í Sandgerði og það var ekki spurning um að taka slaginn hérna áfram.” sagði Benni af þessu tilefni.

Stjórn Knattspyrnudeildar Reynis bindur miklar vonir við framlag Benna á komandi tímabili og hlakkar til áframhaldandi samstarfs.