Reynismenn tóku á móti Knattspyrnufélagi Vestubæjar á Blue vellinum á fimmtudaginn. Í fyrri hálfleik voru leikmenn KV ívið sterkari án þess að skapa sér mörg hættuleg færi en í seinni hálfleik opnuðust hins vegar allar flóðgáttir og voru fimm mörk skoruð. KV komst strax yfir eftir 7 mínútna leik í síðari hálfleik þegar Grímur Ingi Jakobsson kom boltanum í netið framhjá Rúnari. Reynismenn svöruðu 9 mínútum síðar með laglegu marki frá Ivan Prskalo. Á 76. mínútu fengu Reynismenn vítaspyrnu þegar Magnús Þórir var sparkaður niður í teignum. Magnús Sverrir fór á línuna og skoraði af miklu öryggi. Á næstu 10 mínútum skoraði Kristófer Páll tvö glæsileg mörk og tryggði Reynismönnum stigin þrjú.
Myndir: Víkurfréttir / Hilmar Bragi