Nýlega tók Bjarki Már Árnason við þjálfun meistaraflokks karla í knattspyrnu. Reynisliðið hefur nú spilað nokkra leiki undir stjórn Bjarka Más og eru greinileg batamerki farin að sjást á leik liðsins sem fór mjög illa af stað í baráttunni 2. deildinni. Síðasta miðvikudag lék Reynir við Ægi í Þorlákshöfn sem er í toppbáráttu deildarinnar. Leikurinn endaði með 1-1 jafntefli þar sem Magnús Magnússon skoraði jöfnunarmark Sandgerðinga í uppbótartíma síðari hálfleiks.
Þegar tvær mínútur voru til leiksloka kom þjálfarinn sjálfur inn á sem varamaður í liði Reynis. Bjarki Már, sem er 44 ára gamall, lék síðast með Reyni þegar hann var tvítugur árið 1998 og því liðu 24 ár milli leikja hjá honum fyrir félagið, sem er ekki ólíklegt að sé einsdæmi. Það vill svo skemmtilega til að síðasti leikurinn sem Bjarki lék fyrir Reyni tímabilið 1998 var einnig á móti Ægi og endaði líka með jafntefli þar sem Reynismenn jöfnuðu á lokamínútunum. Í það skiptið urðu úrslitin 4-4.