Sindri áfram í Reynistreyjunni

Sindri áfram í Reynistreyjunni 2560 1920 Knattspyrnufélagið Reynir

Það gleður okkur að tilkynna að varnarmaðurinn knái Sindri Lars Ómarsson hefur skrifað undir samning við Reyni um að leika með félaginu í 3. deild karla á komandi tímabili. Þessi 24 ára Sandgerðingur hefur leikið allan sinn feril með Reyni en hann á að baki 165 leiki fyrir félagið.

“Ég er hrikalega spenntur fyrir komandi tímabili og er fullur tilhlökkunar að taka slaginn áfram með mínu heimaliði.” sagði Sindri við undirritun samningsins.

Stjórn KSD Reynis lýsir yfir ánægju sinni með samkomulagið og hlakkar til að sjá Sindra í Reynistreyjunni á næsta tímabili.