Óðinn tekur slaginn áfram

Óðinn tekur slaginn áfram 2560 1920 Knattspyrnufélagið Reynir

Varnarmaðurinn Óðinn Jóhannsson hefur skrifað undir áframhaldandi samning við knattspyrnudeild Reynis um að leika með liðinu í 3. deild karla á næsta tímabili.

Óðinn er 25 ára Keflvíkingur en hann á að baki 109 leiki í meistaraflokki og þar af 91 leik með Reyni en hann spilaði 13 leiki í 2. deild karla á síðasta tímabili. Óðinn hefur verið í námi í Bandaríkjunum síðustu ár en er nú alfarið kominn heim til Íslands.

Stjórn knattpyrnudeildar Reynis fagnar þessum tíðindum og hlakkar til að sjá Óðinn á vellinum á komandi tímabili.