Leikmennirnir Einar Sæþór Ólason og Ægir Þór Viðarsson hafa framlengt samninga sína við Reyni en þeir komu báðir til Reynis fyrir síðasta tímabil og léku með liðinu í 2. deild karla.
Ægir er 20 ára sóknarmaður, uppalinn í Keflavík, en hann lék 18 leiki á síðasta tímabili og þar af 10 leiki í 2. deild.
Einar er 21 árs varnarmaður, uppalinn í Keflavík og lék með liði RB áður en hann kom til félagsins. Hann á að baki 30 leiki í meistaraflokki og þar af 17 leiki með Reyni.
Stjórn KSD Reynis fagnar því að þessir öflugu leikmenn verði áfram hjá félaginu og hlakkar til að sjá klæðast hvítu treyjunni á komandi tímabili.