Sandgerðingurinn ungi og efnilegi, Elfar Máni Bragason hefur samið við Reyni um að spila með liðinu til næstu tveggja tímabila. Elfar er fæddur árið 2004 og varð því 18 ára á árinu. Hann hefur alla tíð leikið með Reyni og á að baki 43 leiki í meistaraflokki og hefur skorað í þeim 7 mörk. Síðustu ár hefur Elfar leikið með sameiginlegum 2. flokki Keflavíkur/Reynis/Víðis ásamt því að spila með meistaraflokki Reynis.
Elfar lenti í slæmum meiðslum í byrjum síðasta sumars en hann kom aftur til baka í síðasta leik Reynis gegn KFA í september og skoraði þar eitt mark.
Stjórn knattspyrnudeildar Reynis fagnar þessum tíðindum og hlakkar til að sjá Elfar í Reynistreyjunni næstu tvö árin.