Alexander Magnússon hefur verið ráðinn aðstoðarþjálfari meistaraflokks karla til næstu tveggja ára. Alexander er 33 ára Njarðvíkingur og á 182 leiki að baki í meistaraflokki með Njarðvík, Keflavík, Grindavík, Þrótti V. og Kórdrengjum. Hann hefur síðustu ár þjálfað 2. flokk Njarðvíkur ásamt því að sjá um styrktarþjálfun meistaraflokks.
Alexander verður Ray innan handar sem aðstoðarþjálfari liðsins en hann mun einnig sjá um styrktarþjálfun meistaraflokks.
“Ég er mjög ánægður með að taka þetta skref á mínum þjálfaraferli. Við Ray þekkjumst vel og höfum unnið saman áður sem þjálfarar hjá sameiginlegu liði 2. flokks hjá Njarðvík og Grindavík. Ég er spenntur fyrir því að hefjast handa og leggja mitt af mörkum til fótboltans í Sandgerði.” sagði Alexander af þessu tilefni
Stjórn knattspyrnudeildar lýsir yfir mikilli ánægju með ráðninguna og hlakkar til samstarfsins á komandi árum.