Grátlegt jafntefli en Reynismenn samt enn á toppnum

Grátlegt jafntefli en Reynismenn samt enn á toppnum 1600 1032 Knattspyrnufélagið Reynir

Reynismenn gerðu 2-2 jafntefli við sprækt lið Magna á Blue-vellinum í Sandgerði þar sem gestirnir að norðan skoruðu jöfnunarmark í uppbótartíma.

Stór hluti vallargesta var enn á leið í sæti sín í stúkunni þegar Magnús Magnússon kom Reynismönnum yfir með laglegu marki eftir aðeins fjögurra mínútna leik eftir skógarhlaup sem markvörðurinn Steingrímur Ingi Gunnarsson vill líklega gleyma sem fyrst. Tíu mínútum síðar voru Magnamenn þó búnir að jafna þegar Angantýr Magni Gautason náði að koma knettinum í netið. Röndóttir gestirnir voru meira með boltann eftir það en áttu erfitt með að opna sterka Reynisvörnina. Þegar tíu mínútur voru í leikhlé átti fyrirliði Sandgerðinga, Birkir Freyr Sigurðsson, frábæra sendingu fyrir mark Magna og aftur mætti Magnús Magnússon, sem var valinn maður leiksins af stuðningmönnum Reynis, og afgreiddi boltann í netið af öryggi.

Jafnræði var með liðnum í upphafi síðari hálfleiks og lítið sem benti til þess að Magni myndi ná að koma sér inn í leikinn. Þegar hálftími var eftir rétti dómari leksins, Eiður Otto Bjarnason, Eyfirðingunum óvænta hjálparhönd þegar hann gaf Mangúsi Sverri Þorsteinssyni annað gula spjaldið í leiknum og þar með það rauða líka. Sú refsing var ákaflega hörð þar sem Magnús rakst í leikmann gestanna sem féll eins og völt bowling-keila við minnstu snertingu. Einum færri drógu Reynismenn sig aftar á völlinn og leyfðu Magnamönnum að sækja. Bestu menn þeirra voru erlendu leikmennrnir  þrír og fóru allar sóknaraðgerðir í gegnum þá. Hvítklæddir heimamenn héldu þeim þó vel í skefjum og þar skipti sköpum góður leikur Edon Osmani á miðjunni og Benedikts Jónssonar í vörninni. Þegar fimm mínútur voru til leiksloka fengu gestirnir þó virkiklega gott færi en Rúnar Gissuarson varði frábærlega gott skot. Þó Sandgerðingarnir væru einum færru náðu þeir þó að ógna marki Magna nokkrum sinnum og áttu grenvísku varnarnmennirnir í mestu erfiðleikum með að ráða við hinn unga Elfar Mána Bragason. Það var komið fram í uppbótartíma þegar reynsluboltarnir Magnús Þórir Matthíasson og Hörður Sveinsson geystust upp völlinn með aðeins einn svarthvítann Magnamann til varnar. Þeir náðu þó ekki að nýta sér liðsmuninn því gestirnir náðu boltanum og komu honum strax á fjölmenna sóknarlínu sína þar sem Alejandro Caballe dvaldi fyrir innan varnarlínu Reynis og náði að jafna leikinn. Einhverjum fannst vera rangstöðulykt af markinu en aðstoðardómarinn Jakub Marcin Róg var ekki í þeim hópi, markið stóð og 2-2 jafntefli varð niðurstaðan í ágætum fótboltaleik.

Þrátt fyrir grátlegt jafntefli halda Reynismenn þó toppsæti sínu í jafnri og skemmtilegri 2. deildinni. Næsti leikur Reynis er toppslagur sem fer fram í Vesturbæ Reykjavíkur næsta föstudagskvöld. Þá sækja Reynismenn lið KV heim á gervigrasið í Frostaskjóli í leik sem hefst kl. 19:15, en borgarpiltarnir eru í öðru sæti með jafn mörg stig og Sandgerðingar, sama markahlutfall en hafa skorað færri mörk og eru því sæti neðar.

 

Reynir – Magni 2-2 (2-1)

  1. deild karla á Blue-vellinum í Sandgerði laugardaginn 19. Júní 2021.

Lið Reynis: Rúnar Gissuarson – Sindri Lars Ómarsson, Benedikt Jónsson, Ási Þórhallsson, Birkir Freyr Sigurðsson (f.) – Magnús Þórir Matthíasson, Edon Osmani, Kristófer Páll Viðarsson, Sæþór Ívan Viðarsson (Hörður Sveinsson, 87. mín), Magnús Magnússon (Elfar Máni Bragason, 72. mín) – Magnús Sverrir Þorsteinsson.

Ónotaðir varamenn Reynis: Andri Már Ingvarsson, Eiður Snær Unnarsson, Óðinn Jóhannsson, Magnús Einar Magnússon, Strahinja Pajic.

Mörk Reynis: Magnús Magnússon (4. mín, 36. mín).

Gul spjöld Reynis: Magnús Sverrir Þorsteinsson (25. mín), Benedikt Jónsson (76. mín), Sindri Lars Ómarsson (76. mín).

Rautt spjald Reynis: Magnús Sverrir Þorsteinsson (57. mín, annað gula spjaldið í leiknum).

Mynd: Víkurfréttir /JPK