Aðalfundur KSF Reynis

Aðalfundur KSF Reynis 2560 2097 Knattspyrnufélagið Reynir

Aðalfundur Knattspyrnufélagsins Reynis fór fram þriðjudaginn 8. júní sl. kl 20:00  í Reynisheimilinu. Til fundarins var boðað með viku fyrir var og sátu 15 félagar fundinn.

 

Sigursveinn Bjarni Jónsson setti fundinn f.h. þá sitjandi aðalstjórnar og lagði til að hann sjálfur yrði fundarstjóri og Ástrós Jónsdóttir fundarritari. Voru báðar tillögur samþykktar með lófaklappi. Fundarstjóri lagði til að liðir 11, 12 og 13 í dagskrá fundarins verði færðir fram og var það samþykkt. Fram kom tillaga að stjórn í heild sinni:

 

Ólafur Þór Ólafsson, formaður

Árni Sigurpálsson, gjaldkeri

Hannes Jón Jónsson, ritari

Jóhann Jóhannsson, varamaður

Stefán Þór Sigurbjörnsson, varamaður

 

Tillagan var samþykkt samhljóða.

 

Fundarstjóri lagði til að fundinum yrði frestað og verði framhaldið eigi síðar en 30. nóvember 2021. Samþykkt samhljóða.

 

Fundinum var slitið kl 20:20