Styrkur frá Suðurnesjabæ

Styrkur frá Suðurnesjabæ 987 676 Knattspyrnufélagið Reynir

Körfuknattleiksdeildar Reynis fagnaði 40 ára afmæli sínu á síðasta ári og í lok keppnistímabils 2. deildar íslandsmótsins í körfuknattleik nú í vor vann körfuknattleikslið Reynis sér þáttökurétt í 1. deild á næsta leiktímabili. Af þessum tilefnum ákvað bæjarstjórn Suðurnesjabæjar á fundi sínum þann 2. júní 2021 að færa körfuknattleiksdeild Reynis fjárhæð kr. 500.000.

Magnús Stefánsson bæjarstjóri afhenti Sveini Hans Gíslasyni formanni körfuknattleiksdeildar Reynis bréf því til staðfestingar, auk þess að færa körfuknattleiksdeild Reynis árnaðaróskir Suðurnesjabæjar vegna 40 ára afmælisins og fyrir frábæran árangur á Íslandsmótinu í körfuknattleik. Meðfylgjandi mynd er af bæjarstjóra afhenda Sveini Hans fjárframlag og árnaðaróskir frá Suðurnesjabæ.

Stjórn körfuknattleiksdeildar þakkar Suðurnesjabæ fyrir þessa gjöf og ómetanlegan stuðning við starf deildarinnar.