Hreinsun á knattspyrnusvæðinu

Hreinsun á knattspyrnusvæðinu 1536 966 Knattspyrnufélagið Reynir

Vaskur hópur úr sumarvinnu Suðurnesjabæjar hefur verið að störfum á knattspyrnusvæði Reynis síðustu vikuna. Þau hafa unnið frábært verk eins og má greinilega sjá á myndum hér að neðan og kunnum við þeim bestu þakkir fyrir.

Þess má geta að á áætlun þetta sumarið er að laga þakkant á Reynisheimilnu og nú í vor var skipt um lofttúður úr klefum. Það voru Kiddi Halldórs og félagar í Blikksmiðju Suðurnesja sem sáu um verkið og er ásýnd hússins allt önnur eftir endurbæturnar.