Strahinja framlengir

Strahinja framlengir 1600 1197 Knattspyrnufélagið Reynir

Það er stjórn KSD Reynis sönn ánægja að tilkynna að fyrirliðinn Strahinja Pajic hefur samið við Reyni út tímabilið 2023.

Strax, eins og hann er oft kallaður, hefur verið lykilmaður frá því að hann kom fyrst til liðsins árið 2017. Hann hefur leikið 84 leiki í hvítu treyjunni og hefur skorað í þeim 15 mörk.

“Ég er mjög spenntur fyrir mínu fimmta tímabili með Reyni og er stoltur að vera hluti af þessu frábæra félagi og fjölskyldu. Ég get ekki beðið eftir að leika fyrir liðið á næsta tímabili”, sagði Strahinja af þessu tilefni.