Mynd: Hafliði Breiðfjörð - Fótbolti.net

Benni framlengir

Benni framlengir 700 611 Knattspyrnufélagið Reynir

Það gleður okkur að tilkynna að varnarjaxlinn Benedikt Jónsson hefur framlengt samning sinn við okkur til loka næsta tímabils. Benni, sem er 24 ára Keflvíkingur, hefur leikið allan sinn meistaraflokksferil með okkur, alls 49 leiki og hefur skorað í þeim 1 geggjað mark. Benni er mikill stríðsmaður sem gefur aldrei tommu eftir á vellinum og ákaflega mikilvægur karakter í okkar hóp. Stjórn ksd. Reynis fagnar því að hafa Benna áfram í okkar herbúðum og hlakkar til að sjá hann í Reynistreyjunni næstkomandi tímabil.

Mynd: Hafliði Breiðfjörð – Fótbolti.net