Aron Elís ráðinn aðstoðarþjálfari

Aron Elís ráðinn aðstoðarþjálfari 2560 1920 Knattspyrnufélagið Reynir

Aron Elís Árnason hefur verið ráðinn aðstoðarþjálfari meistaraflokks. Aron er 29 ára markmaður, uppalinn hjá Reyni og hefur leikið 67 leiki fyrir félagið í deild og bikar. Hann tók við stöðu markmannsþjálfara hjá Reyni fyrir síðasta tímabili og mun sinna þeim verkum áfram ásamt því að vera Luka Jagacic innan handar.

“Þetta er mjög spennandi tækifæri fyrir mig og ég hlakka mikið til tímabilsins. Við erum með sterkan kjarna af leikmönnum og ég hef fulla trú á að komandi tímabil verði mjög gott fyrir okkur Sandgerðinga”, sagði Aron

Stjórn Knattspyrnudeildar Reynis bindur miklar vonir við samstarfið við Aron og óskar honum velfarnaðar á nýjum og spennandi vettvangi.