Elfar áfram í heimahögum

Elfar áfram í heimahögum 2560 2082 Knattspyrnufélagið Reynir

Það gleður okkur að tilkynna að knattspyrnudeild Reynis og sóknarmaðurinn knái, Elfar Máni Bragason, hafa komist að samkomulagi um að Elfar verður áfram í herbúðum okkar á komandi tímabili.
Elfar, sem er 17 ára Sandgerðingur, hefur leikið 33 mótsleiki og skorað í þeim 4 mörk fyrir meistaraflokk Reynis.
Hann lék upp yngri flokkana með Reyni/Víði og undanfarin tvö ár með sameiginlegu liði Keflavíkur/Reynis/Víðis í 2. flokki.
Elfar er frábær leikmaður með mikinn metnað og verður einkar spennandi að fylgjast með honum næstkomandi keppnistímabil.
Stjórn ksd. Reynis fagnar samkomulaginu og hlakkar til samstarfsins.