Bræður munu berjast…fyrir Reyni Sandgerði

Bræður munu berjast…fyrir Reyni Sandgerði 1944 1296 Knattspyrnufélagið Reynir

Það er okkur sérstaklega ánægjulegt að tilkynna að einn af lykilmönnum okkar síðastliðið tímabil, Fáskrúðsfirðingurinn Sæþór Ívan Viðarsson, verður áfram í okkar herbúðum næstu tvö keppnistímabil.

Sæþór, sem er tvítugur miðjumaður, hefur leikið 87 mótsleiki á ferli sínum í meistaraflokki og skorað í þeim 13 mörk. Hann var valinn efnilegasti leikmaður liðsins á lokahófi félagsins í september síðastliðnum. Það er því ljóst að bræðurnir knáu, Sæþór og Kristófer Páll, munu verða liðsfélagar áfram.

Stjórn ksd. Reynis fagnar samkomulaginu við Sæþór og væntir mikils af honum á komandi tímabilum.