Fufura framlengir

Fufura framlengir 1600 1067 Knattspyrnufélagið Reynir

Það gleður okkur að tilkynna að framherjinn sterki, Elton R. L. Barros, hefur framlengt samningi sínum við knattspyrnudeild Reynis til loka árs 2022.

Fufura, eins og hann er gjarnan kallaður, kom fyrst til landsins 2014 og hefur leikið hér á landi allar götur síðan með Selfossi, Haukum, Keflavík og með okkur síðastliðin tvö tímabil. Á ferli sínum hér á landi hefur hann leikið 125 mótsleiki og skorað í þeim 58 mörk, þar af 20 með Reyni Sandgerði.

Hann meiddist illa í byrjun síðasta tímabils en er nú kominn á fullt aftur og ætlar sér að taka slaginn með okkur í 2. deildinni sumarið 2022. 

Stjórn ksd. Reynis fagnar samkomulaginu og hlakkar til að sjá Fufura þenja netmöskvana á komandi tímabili í búningi Reynis.